Lífið

Robin Thicke settur í nálgunarbann

Birgir Olgeirsson skrifar
Robin Thicke
Robin Thicke Vísir/EPA
Dómari hefur skipað tónlistarmanninum Robin Thicke að halda sig fjarri sex ára syni hans Julian. Greint er frá þessu á vef TMZ en þar er Thicke sagður hafa grunaður um heimilisofbeldi oftar en einu sinni og því hafi nálgunarbannið verið sett á hann.

Þarf hann að halda sig í tæplega 100 metra fjarlægð frá Julian og barnsmóður sinni Paula Patton og móður hennar.

Það var Patton sem hafði farið fram á að Robin Thicke yrði sviptur forræði yfir syninum en málið verður fyrir dómstólum næstu þrjá mánuði þar sem skorið verður úr um hvort að Thicke haldi forræði yfir syninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.