Enski boltinn

Chelsea kafsigldi Brentford á heimavelli

Pedro skoraði eitt af mörkum Chelsea í dag.
Pedro skoraði eitt af mörkum Chelsea í dag. vísir/getty
Sterkt lið Chelsea vann öruggan 4-0 sigur á Brentford í 32-liða úrslitum enska bikarsins í dag en Chelsea gerði snemma út um leikinn með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Antonio Conte tefldi fram sterku liðið en með leikmönnum sem hafa lítið spilað á borð við John Terry, Kurt Zouma, Michy Batshuayi og Cesc Fabregas.

Brasilíski miðjumaðurinn Willian kom Chelsea yfir strax á 14. mínútu úr aukaspyrnu en sex mínútum síðar var boltinn aftur í netinu, í þetta skiptið var það Pedro af stuttu færi.

Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic bætti við þriðja marki Chelsea á 69. mínútu stuttu eftir að hafa komið inn sem varamaður og Batshuayi innsiglaði sigurinn af vítapunktinum tíu mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×