Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 12:34 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fagnar marki í leik á móti Haukum. Vísir/Stefán Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. Selfoss vann leikinn 28-25 og þar fór mikinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að kæra hefði borist til dómstóls HSÍ frá Haukum vegna framkvæmdar á leiknum. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þurfti að skipta um treyju eftir að Haukakonan María Karlsdóttir togaði svo hraustlega í Hönnu tveimur mínútur fyrir leikslok að treyja Hrafnhildar Hönnu rifnaði illa. Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins. „Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir í samtali við sunnlenska.is en bætti við að krafa Hauka væri sú að leikurinn yrði spilaður aftur. Kæran barst dómstól HSÍ í gær sem mat hana dómtæka og Selfyssingar hafa þrjá sólarhringa til þess að bregðast við henni. Róbert segir í samtali við sunnlenska.is að von sé á að niðurstaða í málinu liggi fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, segir að kæran hafi komið Selfyssingum í opna skjöldu. „Haukar eru stórt handboltafélag sem við berum mikla virðingu fyrir og við munum gera allt til að komast til botns í þessu máli. Haukar og Selfoss hafa átt gott samstarf á liðnum árum, við höfum hjálpað þeim með leikmenn þegar þannig hefur staðið á og viljum því síður að skuggi falli á þessi góðu félagatengsl og munum því sýna öllum hlutaðeigandi mikinn samstarfsvilja,“ sagði Magnús í viðtali við sunnlenska.is. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. Selfoss vann leikinn 28-25 og þar fór mikinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að kæra hefði borist til dómstóls HSÍ frá Haukum vegna framkvæmdar á leiknum. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þurfti að skipta um treyju eftir að Haukakonan María Karlsdóttir togaði svo hraustlega í Hönnu tveimur mínútur fyrir leikslok að treyja Hrafnhildar Hönnu rifnaði illa. Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins. „Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir í samtali við sunnlenska.is en bætti við að krafa Hauka væri sú að leikurinn yrði spilaður aftur. Kæran barst dómstól HSÍ í gær sem mat hana dómtæka og Selfyssingar hafa þrjá sólarhringa til þess að bregðast við henni. Róbert segir í samtali við sunnlenska.is að von sé á að niðurstaða í málinu liggi fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, segir að kæran hafi komið Selfyssingum í opna skjöldu. „Haukar eru stórt handboltafélag sem við berum mikla virðingu fyrir og við munum gera allt til að komast til botns í þessu máli. Haukar og Selfoss hafa átt gott samstarf á liðnum árum, við höfum hjálpað þeim með leikmenn þegar þannig hefur staðið á og viljum því síður að skuggi falli á þessi góðu félagatengsl og munum því sýna öllum hlutaðeigandi mikinn samstarfsvilja,“ sagði Magnús í viðtali við sunnlenska.is.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira