Innlent

53 milljón krónum ríkari og sér enga ástæðu til að halda vinningnum leyndum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Olísstöðin í Reykjanesbæ þar sem Sigurbjörn keypti lottóvinninginn afdrifaríka.
Olísstöðin í Reykjanesbæ þar sem Sigurbjörn keypti lottóvinninginn afdrifaríka. Já.is
Sigurbjörn Arnar Jónsson, fertugur Keflvíkingur sem vann 53 milljónir í Víkingalottóinu á dögunum, segir að meira þurfi til að koma honum úr jafnvægi en lottóvinningur. Hann fagnaði vinningnum með tvennutilboði á Domino’s og sér enga ástæðu til að halda því leyndu að hann hafi unnið vinninginn.

Þetta kemur fram í viðtali Víkurfrétta við Sigurbjörn í morgun.

Þar upplýsir Sigurbjörn meðal annars að hann hafi slegið á létta strengi í athugasemdakerfi Vísis við frétt um að Íslendingur hefði unnið milljónirnar 53 en hann skrifaði: „Vonandi fór þetta á góðan stað“ og bætti broskarli við.

Ummæli Sigurbjörns við frétt Vísis í desember
Fram hefur komið að Sigurbjörn keypti aukamiða fyrir úrdráttinn sem að reyndist heldur betur vel.

Dregið var miðvikudaginn 21. desember og í fyrrnefndri frétt Vísis kom fram að vinningurinn hefði verið keytpur í Básnum. Sigurbjörn sat heima á náttuxunum en lottómiðarnir voru úti í bíl. Hann nennti varla að sækja þá.

„Svo hringdi bróðir minn og við fórum að ræða um þetta og hann hvatti mig til að sækja miðana þar sem það voru góðar líkur á að ég hefði unnið.“ Sigurbjörn fór endurtekið yfir miðana til að fullvissa sig um að vinningurinn væri hans.

„Ég bara hélt um hausinn á mér og hugsaði: Ég trúi þessu ekki! Svo varð ég alveg rólegur og hringdi í hluta af mínum nánustu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×