Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Aron og Þórunn mættu í Bítið í morgun. „Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“
Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira