Nýtt sterafrumvarp fjallar ekki um neytendur Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2017 16:12 "Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra.“ Vísir/Getty Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira