Innlent

Sandur og salt í boði fyrir Reykvíkinga til að bæta öryggi

atli ísleifsson skrifar
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum.
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Reykjavíkurborg
Reykvíkingar eiga nú þess kost, líkt og undanfarin ár, að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar til þeim tilgangi að bæta öryggi á gönguleiðum og heimkeyrslum. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að salt og sandur sé aðgengilegur fyrir íbúa á eftirfarandi stöðum: 



  • Þjónustumiðstöðinni við Stórhöfða (keyrt inn frá Svarthöfða)
  • Hverfastöðinni við Njarðargötu,      
  • Verkbækistöðinni á Klambratúni við Flókagötu,
  • Hverfastöðinni í Jafnaseli,
  • Hverfastöðinni á Kjalarnesi og
  • Verkbækistöðinni við Árbæjarblett.


„Allar stöðvarnar opna kl. 7.30 virka daga en breytilegt er milli stöðva hve opið er lengi.  Á Stórhöfða, Njarðargötu og Flókagötu er opið til kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, en á föstudögum lokar kl. 15:25.  Í Jafnaseli, Kjalarnesi og við Árbæjarblett er opið lengur á mánudögum til fimmtudaga eða til kl. 17.00, en hins vegar hætta starfsmenn fyrr á föstudögum eða kl. 11.30.  Í Jafnaseli eru gular kistur með salti og sandi fyrir utan lóð og því aðgengilegar utan þjónustutíma, þó með þeim fyrirvara að þær tæmist ekki.

Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×