Innlent

Málið falið barnaverndarnefnd

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan að störfum við Brávallagötu.
Lögreglan að störfum við Brávallagötu. Vísir/Ernir
Maðurinn sem var handtekinn á Hringbraut í Reykjavík í gær er enn í haldi lögreglu en búist er við að hann verði látinn laus að lokinni yfirheyrslu í dag.Lögreglan hafði sinnt útkalli vegna heimilisofbeldis við Hringbraut á fjórða tímanum í gær en óskað var eftir aðstoð sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra vegna gruns um að í íbúðinni væri maður vopnaður skotvopni.

Svo reyndist ekki vera en maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Lögreglan segir þann handtekna undir 18 ára aldri og því um barnaverndarmál að ræða. 

Uppfært kl 12:52

Áður var greint frá því í þessari frétt að hinn handtekni hefði verið látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Það reyndist ekki rétt og hefur það verið uppfært. Fyrstu upplýsingar frá lögreglu bentu til þess að málið hefði átt sér stað á Brávallagötu en það var í raun á Hringbraut.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×