Innlent

Fyrsti einkaaðilinn sem fær leyfi til að reka legudeild

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landlæknir hefur veitt Klíníkinni Ármúla leyfi til að reka fimm daga legudeild en Klíníkin er fyrsti einkaaðilinn sem fær slíkt leyfi hér á landi.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag en þar segir Hjálmar Þorsteinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, að legudeild fyrirtækisins muni geta hjálpað til við að stytta biðlista eftir stærri aðgerðum þar sem fólk þarf að liggja inni dagana á eftir.

Hjálmar segir hægt að framkvæma allar stærri aðgerðir, sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, á Klíníkinni.

„Við lítum á okkur sem sjúkrahúseiningu, sem er samstarfsaðili til þess að halda biðlistum í lágmarki, hvor sem það eru bæklunaraðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir eða brjóstaminnkanir svo ég nefni dæmi um aðgerðir þar sem langur biðlisti er eftir aðgerðinni,“ segir Hjálmar í Morgunblaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×