Innlent

Náttúruverndarsamtökin fagna ræðu forsætisráðherra

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeim ummælum er lúta að umhverfismálum sem féllu í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni. Vænta þau þess að orðunum fylgi aðgerðir.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að forsætisráðherra Íslands hafi í fyrsta sinn lýst því yfir að ein stærsta ógn samtímans væri loftlagsbreytingar. Jafnframt segir að forsætisráðherra hafi í framhaldinu ekki lýst því hve græn orkan sem Íslendingar nota sé heldur sagt að axla þyrfti ábyrgð.

Náttúruverndarsamtökin vænta þess að fyrrnefnd ummæli Bjarna Benediktssonar vísi til þess að Íslendingar verði að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir verði að draga úr losun um allt að fjörutíu prósent fyrir árið 2030.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×