Innlent

Sérsveitin kölluð að Brávallagötu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan að störfum við Brávallagötu.
Lögreglan að störfum við Brávallagötu. Vísir/Ernir
Sérsveit embættis ríkislögreglustjóra var kölluð til að Brávallagötu í Reykjavík vegna heimilisofbeldis á fimmta tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leiðum að Brávallagötum verið lokað á meðan vinnu á vettvangi stendur og biður lögregla almenning um að virða þær lokanir.

Uppfært klukkan 16:55:

Aðgerðum lögreglu á svæðinu er lokið. Einn var handtekinn og færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Grunur var um að manneskja með skotvopn væri á svæðinu og því var sérsveit embættis ríkislögreglustjóra kölluð til. Sú reyndist þó ekki raunin þegar upp var staðið. Lögreglan segir engan hafa sakað vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×