Innlent

Búrhval rak á land á Melrakkasléttu

atli ísleifsson skrifar
Hvalurinn var heillegur.
Hvalurinn var heillegur. Valdimar Halldórsson.
Um fimmtán metra búrhvalur fannst í fjöruborðinu í landi Blikalóns á norðanverðri Melrakkasléttu í síðustu viku.

Frá þessu segir á heimasíðu Hvalasafnsins á Húsavík. Hvalurinn ku vera heillegur og „greinilega nýlega strandaður þegar hans varð vart.“

Jón Tryggvi Árnason frá Blikalóni segir í samtali við Vísi að nágranni sinn hafi séð og tilkynnt um hvalinn á fimmtudaginn.

Jón Tryggvi segist hafa tekið tennurnar úr hvalnum og verið í sambandi við Landhelgisgæsluna, en hann vonast til að hægt verði að draga hræið aftur út á sjó.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvalur rekur á land í landi Blikalóns, en Jón Tryggvi segir það síðast hafa gert fyrir um tíu árum síðan. Sá hvalur var þó mun minni en þessi.

Að neðan má sjá myndir sem Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Hvalasafnisns, tók á vettvangi.

Valdimar Halldórsson.
Valdimar Halldórsson.
Valdimar Halldórsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×