Viðskipti innlent

Jóhann ráðinn forstöðumaður hjá Stefni

Haraldur Guðmundsson skrifar
Jóhann G. Möller, nýráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Jóhann G. Möller, nýráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Jóhann G. Möller hefur verið ráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins hefur hann starfað samfleytt á fjármálamarkaði frá árinu 2001 á sviði eignastýringar og ráðgjafar.

„Frá árinu 2006 hefur hann stýrt innlendum hlutabréfasjóðum Stefnis innan hlutabréfateymis félagsins og leitt þar uppbyggingu eignaflokksins sem fjárfestingakosts fyrir almenning og fagfjárfesta. Undir hlutabréfateymi Stefnis falla innlendir og erlendir hlutabréfasjóðir. Jóhann er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.

Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 408 milljarða króna í virkri stýringu. Hjá Stefni starfa 21 sérfræðingur í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×