Enski boltinn

Birkir: Þetta er mjög stórt félag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason tók ekki rútu til Englands.
Birkir Bjarnason tók ekki rútu til Englands. vísir/getty
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, samdi í dag til hálfs fjórða árs við enska B-deildarfélagið Aston Villa en hann kemur til þess frá svissneska meistaraliðinu Basel.

Birkir á að hjálpa Villa-liðinu að komast aftur á sigurbraut og upp í úrvalsdeildina en það er án sigurs í fimm leikjum í öllum keppnum og situr í 13. sæti B-deildarinnar.

Sjá einnig:Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM

Villa-liðið féll úr úrvalsdeildinni í fyrsta skipti á síðustu leiktíð og hefur ekki gengið nógu vel í B-deildinni. Það skipti um stjóra í október þegar Steve Bruce tók við en þetta er eitt af stærstu og sögufrægustu félögum enska fótboltans.

„Ég er hæstánægður að vera búinn að semja við Aston Villa. Þetta er mjög stórt félag. Ég hlakka til að komast út á völlinn og hjálpa liðinu,“ segir Birkir Bjarnason við heimasíðu Aston Villa.

Liðið er úr leik í enska bikarnum og fær því frí um helgina til að stilla strengina en Birkir verður væntanlega mættur í Villa-treyjuna og út á völlinn þegar liðið mætir Brentford á útivelli á þriðjudaginn í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×