Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 11:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira