Innlent

Flughált á höfuðborgarsvæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan deildi þessari mynd á Facebook-síðu sinni í morgun.
Lögreglan deildi þessari mynd á Facebook-síðu sinni í morgun. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn og aðra vegfarendur við hálku nú í morgunsárið í færslu á Facebook-síðu sinni. Það er full ástæða til að fara varlega segir lögreglan.

Það er einnig hálka víða annars staðar á landinu. Þannig eru hálkublettir á Reykjanesbraut og á Grindarvíkurvegi en hálka víða á Reykjanesi. Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Eitthvað er um hálkublettir í uppsveitum á Suðurlandi annars eru flestar leiðir greiðfærar.

Greiðfært er að mestu á Vesturlandi þó er snjóþekja á Holtavörðuheiði og hálka á Bröttubrekku. Hálkublettir eru á Vatnaleiði og á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er á köflum hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði.

Það er hálka eða hálkublettir mjög víða á Norður- og Austurlandi.

Greiðfært er með suðausturströndinni en flughálka er á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×