Viðskipti innlent

Erlendur fjárfestir keypti eitt prósent í Marel

Hörður Ægisson skrifar
Gengi bréfa í Marel hafa hækkað um nærri átta prósent frá áramótum og nemur markaðsvirði félagsins í dag um 200 milljörðum króna.
Gengi bréfa í Marel hafa hækkað um nærri átta prósent frá áramótum og nemur markaðsvirði félagsins í dag um 200 milljörðum króna. Vísir/EPA
Stór viðskipti voru með bréf í Marel 13. janúar síðastliðinn þegar Landsbankinn og hlutabréfasjóðir í stýringu Landsbréfa, ásamt öðrum hluthöfum í Marel, seldu samanlagt 1,1 prósents hlut í félaginu. Kaupandi bréfanna var erlendur aðili, samkvæmt heimildum Markaðarins, og heldur hann á hlutnum í gegnum safnreikning á vegum Landsbankans en það voru markaðsviðskipti bankans sem sáu um viðskiptin. Miðað við núverandi gengi bréfa í félaginu er hluturinn metinn á tæplega 2,2 milljarða króna.

Gengi bréfa í Marel hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Þannig hækkuðu bréfin í verði um tæplega 2,3 prósent í gær og nam gengið 269,5 krónum á hlut við lok viðskipta í Kauphöllinni. Frá áramótum nemur verðhækkunin hartnær átta prósentum. Hagnaður Marel á fyrstu níu mánuðum ársins var 53,2 milljónir evra og jókst um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið 2015. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×