Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 13:52 Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. Samsett mynd „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson. Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson.
Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51