Viðskipti innlent

Telur slagorð Dælunnar vera villandi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Skeljungur kvartaði í júní síðastliðnum undan markaðssetningu N1 á Dælunni.
Skeljungur kvartaði í júní síðastliðnum undan markaðssetningu N1 á Dælunni.
Neytendastofa hefur bannað N1 að notast við ákveðin slagorð markaðssetningar Dælunnar þar sem þau stangist á við lög og séu villandi. Um er að ræða slagorðin „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“. Þá telur Neytendastofa að kynning á verðstefnu Dælunnar sem nýjung á Íslandi sé villandi.

„Neytendastofu barst erindi Skeljungs hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016. Skeljungur taldi að slagorð Dælunnar „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru villandi gagnvart neytendum,“ segir á heimasíðu Neytendastofu.

Stofnunin taldi aftur á móti ekki villandi að tilgreina verðmæti N1 punkta í krónum þar sem hver punktur samsvar ávallt einni krónu í punktakerfi N1. Einnig taldi stofnunin að rekstrarkostnaður fólksbíla hjá N1 væri í samræmi við reksturskostnaðartöflu félags íslenskra bifreiðareigenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×