Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:51 Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali. Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali.
Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira