Viðskipti innlent

IKEA innkallar strandstól vegna slysahættu

atli ísleifsson skrifar
Strandstóllinn umræddi.
Strandstóllinn umræddi. IKEA
IKEA hefur innkallað strandstólinn MYSINGSÖ vegna slysahættu og hefur hvatt viðskiptavini sem hafa keypt stólinn til að skila honum og fá endurgreiddan.

Í tilkynningu frá IKEA segir að eftir að áklæðið hafi verið tekið af til að þvo það, sé hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða notandi klemmist.

„IKEA hafa borist fimm tilkynningar um MYSINGSÖ stóla sem hafa tengst óhöppum eftir að hafa verið settir saman á rangan hátt. Í öllum fimm tilvikum slasaðist fólk á fingrum. Þessi tilvik gerðust í Finnlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Ástralíu.

Öryggi vöruúrvalsins er í forgangi hjá IKEA og allar vörurnar okkar eiga að uppfylla bæði alþjóðleg og innlend lög, auk viðeigandi staðla. MYSINGSÖ stóllinn hefur staðist margvíslegar prófanir.

Ráðist var í umfangsmiklar rannsóknir eftir að tilkynningarnar bárust. Þessar rannsóknir leiddu til umbóta í hönnun til að koma í veg fyrir að mögulegt sé að setja stólinn rangt saman. Uppfærður stóll verður fáanlegur í IKEA verslunum frá apríl 2017, segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×