Rian Johnson skrifaði handritið og leikstýrir myndinni en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndinni Looper.
Nafn myndarinnar var kynnt á Facebook síðu Star Wars, rétt í þessu. Áhorfendur þurfa þó að bíða um nokkuð skeið þar sem myndin verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum fyrr en í desember.