Fólk vill ekki lengur svikinn héra Guðný Hrönn skrifar 23. janúar 2017 13:00 Fannar Arnarsson og Guðmundur Óli Sigurjónsson eru matreiðslumenn Matarkompanís. Vísir/Ernir Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson, annar eigandi fyrirtækja- og veisluþjónustunnar Matarkompanís, segir fyrirtæki sitt vera frábrugðið öðrum fyrirtækjum í þessum geira þar sem Matarkompaní bíður upp á töluvert ferskari og nútímalegri mat en gengur og gerist. Fannar eldar allan matinn frá Matarkompaníi frá grunni ásamt Guðmundur Óla Sigurjónssyni. „Við komum frá fínum veitingastöðum og viljum rífa standardinn upp í þessum bransa. „Við erum ekki að bjóða upp á neinar kjötbollur og brúna sósu eins og þekkist gjarnan í þessum geira,“ segir Fannar. „Okkar matur er nútímalegur, fínn og hollur. Við erum ekki með neitt djúpsteikt, við bökum allt sjálfir og gerum engar mæjónessósur. Svo nota ég ekki frosið grænmeti.“ Fannar segir fyrirtækið fara vel af stað og það var greinilega eftirspurn eftir ferskari mat í fyrirtækja- og veisluþjónustu. „Já, þetta fer dúndrandi vel af stað. Okkur fannst þessi bransi vera dauður og þess vegna fór ég í þetta. Mér fannst engin samkeppni í þessu. Fólk nú til dags vill bara ferskan og góðan mat, það vill enginn kjötbollur og svikinn héra, fyrir utan gamla karla,“ segir Fannar. Meðfylgjandi er uppskrift af laxarétt sem Fannar og Guðmundur reiddu fram fyrir lesendur. Fannar segir hvern sem er geta eldað þennan rétt. „Já, alveg klárlega, þetta geta allir gert.“Gómsætur lax sem allir geta reitt fram.Vísir/ErnirDillmarineraður laxFyrir tvo Lax 400 gr 150 gr. byggMarinering á lax: 50 gr. dill 50 gr. olía 1tsk lime (safinn og rifinn börkurinn) Bygg-dressing: 70 gr. sólþurrkaðir tómatar ½ hvítlauksgeiri 30 gr. basilíkka salt eftir smekk Grísk Jógúrtsósa: 200 gr. grískt jógúrt rifinn lime börkur eftir smekk 30 gr. dill, smátt saxað Salthnetu-dillcrumble: 65 gr. dill, smátt saxað 50 gr. salthnetur Aðferð: Laxinn er skorinn niður í tvær steikur. Hráefnið í mareneringuna fer allt í blandara og maukað saman. Byggið er soðið í potti í 45 mínútur. Hráefnið í bygg-dressing sett í blandara þar til verður að grófu mauki, dressingin er svo sett yfir byggið. Hráefnið í grísku jógúrtsósunni er allt hrært saman og smakkað með salti. Hráefnið í salthnetu-dillcrumble sett í matvinnsluvél. Laxinn er svo eldaður inni í ofn í 8 til 12 mínútur, eftir þykkt. Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun
Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson, annar eigandi fyrirtækja- og veisluþjónustunnar Matarkompanís, segir fyrirtæki sitt vera frábrugðið öðrum fyrirtækjum í þessum geira þar sem Matarkompaní bíður upp á töluvert ferskari og nútímalegri mat en gengur og gerist. Fannar eldar allan matinn frá Matarkompaníi frá grunni ásamt Guðmundur Óla Sigurjónssyni. „Við komum frá fínum veitingastöðum og viljum rífa standardinn upp í þessum bransa. „Við erum ekki að bjóða upp á neinar kjötbollur og brúna sósu eins og þekkist gjarnan í þessum geira,“ segir Fannar. „Okkar matur er nútímalegur, fínn og hollur. Við erum ekki með neitt djúpsteikt, við bökum allt sjálfir og gerum engar mæjónessósur. Svo nota ég ekki frosið grænmeti.“ Fannar segir fyrirtækið fara vel af stað og það var greinilega eftirspurn eftir ferskari mat í fyrirtækja- og veisluþjónustu. „Já, þetta fer dúndrandi vel af stað. Okkur fannst þessi bransi vera dauður og þess vegna fór ég í þetta. Mér fannst engin samkeppni í þessu. Fólk nú til dags vill bara ferskan og góðan mat, það vill enginn kjötbollur og svikinn héra, fyrir utan gamla karla,“ segir Fannar. Meðfylgjandi er uppskrift af laxarétt sem Fannar og Guðmundur reiddu fram fyrir lesendur. Fannar segir hvern sem er geta eldað þennan rétt. „Já, alveg klárlega, þetta geta allir gert.“Gómsætur lax sem allir geta reitt fram.Vísir/ErnirDillmarineraður laxFyrir tvo Lax 400 gr 150 gr. byggMarinering á lax: 50 gr. dill 50 gr. olía 1tsk lime (safinn og rifinn börkurinn) Bygg-dressing: 70 gr. sólþurrkaðir tómatar ½ hvítlauksgeiri 30 gr. basilíkka salt eftir smekk Grísk Jógúrtsósa: 200 gr. grískt jógúrt rifinn lime börkur eftir smekk 30 gr. dill, smátt saxað Salthnetu-dillcrumble: 65 gr. dill, smátt saxað 50 gr. salthnetur Aðferð: Laxinn er skorinn niður í tvær steikur. Hráefnið í mareneringuna fer allt í blandara og maukað saman. Byggið er soðið í potti í 45 mínútur. Hráefnið í bygg-dressing sett í blandara þar til verður að grófu mauki, dressingin er svo sett yfir byggið. Hráefnið í grísku jógúrtsósunni er allt hrært saman og smakkað með salti. Hráefnið í salthnetu-dillcrumble sett í matvinnsluvél. Laxinn er svo eldaður inni í ofn í 8 til 12 mínútur, eftir þykkt.
Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun