Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira