Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 08:57 Frá fundi björgunarsveitarfólks í gærmorgun áður en lagt var af stað til leitar. vísir Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01