Endurreisn þorrablótsins: Viðskiptahugmynd sem sló í gegn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. janúar 2017 13:30 Þorramaturinn gerður tilbúinn Vísir/Anton Brink Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan. Þorrablót Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Nú er þorrinn genginn í garð og landsmenn eru á kafi ofan í súrtunnunum, byrjaðir að kæla brennivínið, raða í trogin og hita upp raddböndin fyrir Þorraþrælinn.Þorrablótin hafa tíðkast á Íslandi í fjölda ára en það kann að koma mörgum á óvart að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, eiga uppruna sinn, eða í raun endurreisn sína, fyrir um það bil 60 árum. Vísir heyrði í Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi, og spurði hann út í íslensku þorrablótin. Endurreisn þorrablótsins „Þetta er ekkert ofsalega gamalt. Það er ekki nema 60 ár síðan þetta kom til,“ segir Árni og talar hann þá um sérstaka endurreisn þorrablóta enda hafi þorramaturinn verið hversdagsmatur hér á árum áður og ekki verið bundinn við neina sérstaka hátíð. Endurreisn svokallaðra þorrablóta hefur því átt sér stað um miðbik 20. aldar en Árni nefnir að þorrablótin hafi þó vitaskuld verið til í heiðnum sið líkt og orðið gefur til kynna. Hann nefnir að ekki mikið sé vitað um hvernig blótunum var háttað í þá daga. „Það eina sem við vitum er að það var einhvers konar veisla um þetta leiti árs í heiðnum sið,“ segir Árni en segir það þó ekki vitað nákvæmlega hvernig það fór fram. Blót sem þessi voru bönnuð við kristnitöku en Árni nefnir að það hafi haldist við meðal almennings á sveitabæjum.Viðskiptahugmynd sem sló í gegnÍ raun má segja að þorrablótin, eins og við þekkjum þau í dag, hafi verið endurvakin árið 1958 þegar Naustið tók upp á því að halda þorrablót á Þorranum. Halldór Gröndal, veitingamaður á Naustinu velti fyrir sér hvernig í ósköpunum hann gæti aukið aðsókn á veturna en yfirleitt var lítið að gera yfir vetrartímann á meðan að viðskiptin blómstruðu á sumrin. „Hann dettur niður á þessa hugmynd að endurvekja þorrablót í Naustinu og þetta sló í gegn. Þetta er snjöll hugdetta hjá veitingamanni, af því að hann var í vandræðum og þessi nútímaþorrablót byrja þarna.“ Árni segist ekkert vilja spá fyrir um framtíð þorrablóta en svo mikið er víst að nóg virðist vera að gera hjá verslunum bæjarins sem selja súrmatinn.Árni Björnsson er þjóðháttafræðingur og hefur meðal annars gefið út rit um þorrablót á Íslandi.Vísir/gvaBrjálað að gera „Þú hittir bara á mig á kafi ofan í súrtunnunum. Hérna vinnur fólk dag og nótt,“ segir Jóhannes Stefánsson sjálfskipaður Þorrakóngur Múlakaffis glaður í bragði. Það var gríðarleg stemmning á Múlakaffi þegar Vísir heyrði í Jóhannesi í gær en þau hjá Múlakaffi eru búin að vera að bjóða upp á þorratrogin í 55 ár. Jóhannes nefnir að aðsóknin í þorramatinn hafi ekkert minnkað. „Það bara bætir í hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fólk á öllum aldri sé að koma til þeirra. „Það er náttúrulega farið að vera svolítið mikið af nýjum mat í þessum stóru veislum. Þetta er náttúrulega ekki bara þorramaturinn. Það er verið að reyna að gera öllum til hæfis,“ segir Jóhannes. Því hafi þeir tekið upp á því að bjóða einnig upp á lambalæri og salöt enda séu blótin orðin stór og margt um manninn. Þannig eru þorrablótin að nútímavæðast og þróast smátt og smátt með hverri kynslóð. „Það eru kannski svona 30 réttir á svona þorraveislu sem er að fara og af þeim eru kannski sjö súrir,“ segir Jóhannes og heldur áfram að raða í trogin og draga upp úr tunnunum.Börnin og þorramaturinnFréttastofa Stöðvar 2 heimsótti leikskólabörn á leikskólanum Nóaborg á föstudaginn og voru viðbrögð barnanna misjöfn. Sumir brosti og voru spenntir á meðan aðrir kærðu sig ekkert um matinn. Hugrakkir krakkar ásamt hugrökkum fréttamanni létu vaða og skelltu sér í súrmatinn. Hægt er að skoða fréttaklippuna hér að neðan.
Þorrablót Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira