Sameinuð í sorg Logi Bergmann skrifar 21. janúar 2017 07:00 Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Sjaldan höfum við fengið að sjá jafn mikla samkennd og náungakærleik. Á þessum erfiðu dögum er huggun í að sjá hve mikla hluttekningu fólk sýnir. Ég veit um marga sem hafa ekki fest svefn af áhyggjum. Aðrir hafa farið út að leita og reynt að leggja sitt af mörkum. Manni finnst eins og öll þjóðin hafi verið á sama stað. Andvaka af áhyggjum af ungri stúlku, vonandi það besta en óttast það versta. Vakna á hverjum morgni með von um góðar fréttir sem ekki hafa komið. Hvarf Birnu hefur kallað fram önnur og meiri viðbrögð en ég man eftir. Meiri tilfinningu og umhyggju en við eigum að venjast. Ótrúlega margir hafa deilt tilfinningum sínum á einlægari hátt en við sjáum dags daglega. En þessar miklu tilfinningar hafa líka aðrar hliðar, sem eru ekki jafn fallegar. Það ætti ekki að koma á óvart. Það er aldrei hægt að gera ráð fyrir að allir bregðist við á sama hátt. Reiðin hefur brotist út og fundið sér farveg. Sumir beindu henni að lögreglunni, aðrir að fjölmiðlum og nú síðast að Grænlendingum. Reiði er eðlilegur hluti áfalls og ætti ekki að koma óvart. Vissulega er tilefni til að reiðast yfir fólskuverki sem þessu. En við verðum að reyna að halda aftur af okkur. Að sama skapi er ekki hægt að búast við því að allt sem birtist á netinu sé okkur til sóma. Margt af því sem þangað hefur ratað átti ekkert erindi við neinn. En þar, og miklu víðar, á það við að yfirleitt er betra að hugsa aðeins áður en maður lætur eitthvað frá sér. Það er tilgangslaust að velta sér upp úr því en sjálfsagt að reyna að læra af því. Við höfum líka átt erfið samtöl við börnin okkar. Reynt að útskýra fyrir þeim hvað sé að gerast og svarað spurningum sem við eigum ekkert sérstaklega góð svör við. Ég hef faðmað þau fastar en venjulega þessa síðustu daga. Við höfum sameinast í hugsunum okkar um Birnu. Um fjölskyldu hennar og vini. Okkur hefur liðið eins og við þekktum öll þessa tvítugu, glaðlegu stelpu sem fór út að skemmta sér með vinkonum á föstudagskvöldi. En það er ekki svo. Þó að við munum aldrei gleyma henni og þessum dögum, þar sem við höfum beðið milli vonar og ótta, þá munum við ekki upplifa lamandi sorg fjölskyldu hennar og vina. Það er engin leið fyrir okkur hin að gera okkur í hugarlund hvernig þeim líður. Megi fjölskylda og vinir Birnu finna styrk á þessum erfiðu tímum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Brjánsdóttir Logi Bergmann Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Sjaldan höfum við fengið að sjá jafn mikla samkennd og náungakærleik. Á þessum erfiðu dögum er huggun í að sjá hve mikla hluttekningu fólk sýnir. Ég veit um marga sem hafa ekki fest svefn af áhyggjum. Aðrir hafa farið út að leita og reynt að leggja sitt af mörkum. Manni finnst eins og öll þjóðin hafi verið á sama stað. Andvaka af áhyggjum af ungri stúlku, vonandi það besta en óttast það versta. Vakna á hverjum morgni með von um góðar fréttir sem ekki hafa komið. Hvarf Birnu hefur kallað fram önnur og meiri viðbrögð en ég man eftir. Meiri tilfinningu og umhyggju en við eigum að venjast. Ótrúlega margir hafa deilt tilfinningum sínum á einlægari hátt en við sjáum dags daglega. En þessar miklu tilfinningar hafa líka aðrar hliðar, sem eru ekki jafn fallegar. Það ætti ekki að koma á óvart. Það er aldrei hægt að gera ráð fyrir að allir bregðist við á sama hátt. Reiðin hefur brotist út og fundið sér farveg. Sumir beindu henni að lögreglunni, aðrir að fjölmiðlum og nú síðast að Grænlendingum. Reiði er eðlilegur hluti áfalls og ætti ekki að koma óvart. Vissulega er tilefni til að reiðast yfir fólskuverki sem þessu. En við verðum að reyna að halda aftur af okkur. Að sama skapi er ekki hægt að búast við því að allt sem birtist á netinu sé okkur til sóma. Margt af því sem þangað hefur ratað átti ekkert erindi við neinn. En þar, og miklu víðar, á það við að yfirleitt er betra að hugsa aðeins áður en maður lætur eitthvað frá sér. Það er tilgangslaust að velta sér upp úr því en sjálfsagt að reyna að læra af því. Við höfum líka átt erfið samtöl við börnin okkar. Reynt að útskýra fyrir þeim hvað sé að gerast og svarað spurningum sem við eigum ekkert sérstaklega góð svör við. Ég hef faðmað þau fastar en venjulega þessa síðustu daga. Við höfum sameinast í hugsunum okkar um Birnu. Um fjölskyldu hennar og vini. Okkur hefur liðið eins og við þekktum öll þessa tvítugu, glaðlegu stelpu sem fór út að skemmta sér með vinkonum á föstudagskvöldi. En það er ekki svo. Þó að við munum aldrei gleyma henni og þessum dögum, þar sem við höfum beðið milli vonar og ótta, þá munum við ekki upplifa lamandi sorg fjölskyldu hennar og vina. Það er engin leið fyrir okkur hin að gera okkur í hugarlund hvernig þeim líður. Megi fjölskylda og vinir Birnu finna styrk á þessum erfiðu tímum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun