ÍSÍ harmar mismunun vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2017 15:51 Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna vega tilskipunar Bandaríkjaforseta. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands harmar þá mismunun sem felst í því að banna ríkisborgurum ákveðinna landa að taka þátt í íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að Meisam Rafiei var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku.Meisam fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum síðan en honum var meinað að fara til Bandaríkjanna sökum þess að hann er fæddur í Íran.Meisam er landsliðsmaður Íslands í teakwondo og fyrrverandi landsliðsþjálfari. Hann var á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í opna bandaríska taekwondo-mótinu í Las Vegas. Bandaríska sendiráðið sagði í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf. Í tilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að ólympíuhreyfingin hafi lagt áherslu á að öllum gefist kostur á að taka þátt í íþróttakeppnum óháð meðal annars trúarbrögðum, upprunalandi og stjórnarfari. „Alþjóðlegar íþróttakeppnir hafa reynst öflug leið til þess að efla skilning og virðingu á milli ólíkra menningarheima og skoðana. Aðgerðir af því tagi sem nú er beitt í Bandaríkjunum vinna beinlínis gegn því að slíkur árangur náist,“ segir í tilkynningunni. „Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að hún vinni að því að tryggja sem fyrst aðgang alls íþróttafólks og dómara til keppni í Bandaríkjunum þrátt fyrir tímabundna lokun Bandaríkjanna gagnvart ákveðnum ríkjum. ÍSÍ fagnar þessu framtaki Ólympíunefndarinnar. Þá hefur ÍSÍ upplýst Ólympíunefnd Bandaríkjanna um frávísun Meisam Rafiei, keppanda í taekwondo, og óskað eftir upplýsingum um það hvernig mál eru að þróast í Bandaríkjunum.“ Tengdar fréttir Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 31. janúar 2017 13:30 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands harmar þá mismunun sem felst í því að banna ríkisborgurum ákveðinna landa að taka þátt í íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að Meisam Rafiei var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku.Meisam fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum síðan en honum var meinað að fara til Bandaríkjanna sökum þess að hann er fæddur í Íran.Meisam er landsliðsmaður Íslands í teakwondo og fyrrverandi landsliðsþjálfari. Hann var á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í opna bandaríska taekwondo-mótinu í Las Vegas. Bandaríska sendiráðið sagði í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf. Í tilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að ólympíuhreyfingin hafi lagt áherslu á að öllum gefist kostur á að taka þátt í íþróttakeppnum óháð meðal annars trúarbrögðum, upprunalandi og stjórnarfari. „Alþjóðlegar íþróttakeppnir hafa reynst öflug leið til þess að efla skilning og virðingu á milli ólíkra menningarheima og skoðana. Aðgerðir af því tagi sem nú er beitt í Bandaríkjunum vinna beinlínis gegn því að slíkur árangur náist,“ segir í tilkynningunni. „Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að hún vinni að því að tryggja sem fyrst aðgang alls íþróttafólks og dómara til keppni í Bandaríkjunum þrátt fyrir tímabundna lokun Bandaríkjanna gagnvart ákveðnum ríkjum. ÍSÍ fagnar þessu framtaki Ólympíunefndarinnar. Þá hefur ÍSÍ upplýst Ólympíunefnd Bandaríkjanna um frávísun Meisam Rafiei, keppanda í taekwondo, og óskað eftir upplýsingum um það hvernig mál eru að þróast í Bandaríkjunum.“
Tengdar fréttir Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 31. janúar 2017 13:30 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 31. janúar 2017 13:30
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48