Enski boltinn

Emmanuel Adebayor ekki atvinnulaus lengur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fagnið fræga hjá Emmanuel Adebayor á móti Arsenal áirð 2009.
Fagnið fræga hjá Emmanuel Adebayor á móti Arsenal áirð 2009. Vísir/Getty
Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor er loksins kominn með nýtt lið en hann hefur ekkert spilað síðan síðasta vor.  

Emmanuel Adebayor samdi við tyrkneska spútnikliðið Istanbul Basaksehir en þessi fyrrum framherji Arsenal, Manchester City og Tottenham hefur skrifaði undir átján ára samning við liðið.

Istanbul Basaksehir er eins og er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar en fyrr í vetur var talað um að þar væri að færðast annað Leicester City ævintýri í boltanum.

Yfirmaður félagsins, Mustafa Erogut, sagði að Emmanuel Adebayor hafi verið einn leikmannanna á innkaupalistunum.

Emmanuel Adebayor spilaði síðast með Crystal Palace í vor en hann hefur beðið þolinmóður eftir því að komast að hjá nýju liði. Frammistaða hans með Palace var reyndar ekki til að hrópa húrra fyrir eða aðeins 1 mark í 15 leikjum og hann skoraði samanlagt bara 3 mörk í 32 leikjum tvö síðustu tímabil sín á Englandi.

Emmanuel Adebayor komst samt í landslið Tógó þrátt fyrir að vera án félags og spilaði með landsliði sínu í Afríkukeppninni fyrr í þessum mánuði.

Emmanuel Adebayor hefur auk þess að spila ellefu tímabil í ensku úrvalsdeildinni einnig spilað í frönsku deildinni og einnig hálft tímabil með Real Madrid.

Besta tímabil Emmanuel Adebayor í enska boltanum var 2007-08 þegar hann skoraði 30 mörk í öllum keppnum fyrir Arsenal.

Hann var einnig í liði Mónakó sem komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2003-04 en Adebayor lék í Frakkalandi fyrstu fimm tímabil ferilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×