Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 15:46 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira