Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, heilsar einum Sýrlendinganna. vísir/Eyþór Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent