Enski boltinn

Chelsea og Tottenham mæta bæði Íslendingaliðum í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fagnar mér félögum sínum Wolves.
Jón Daði Böðvarsson fagnar mér félögum sínum Wolves. Vísir/Getty
Ekkert lið úr ensku úrvalsdeildinni lenti saman þegar dregið var í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld.

Bikarmeistarar Manchester United fá útileik á móti B-deildarliði Blackburn Rovers en nágrannar þeirra í Manchester City mæta B-deildarliði Huddersfield á útivelli.

Tvö Íslendingalið fá tvö af bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í heimsókn til sín í sextán liða úrslitunum.  

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Wolverhampton Wanderers slógu Liverpool út á Anfield um helgina en fá nú topplið Chelsea í heimsókn. Úlfarnir eru líka búnir að slá út úrvalsdeildarliði Stoke City.

Ragnar Sigurðsson og félagar í Fulham fá heimaleik á móti Tottenham.  Fulham sendi úrvalsdeildarlið Hull City út úr bikarnum um helgina og hafði áður unnið Cardiff City.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá heimaleik á móti E-deildarliði Lincoln City. Arsenal fékk líka leik á móti E-deildarliðið en lærisveinar Arsene Wenger mæta Sutton United.

Leikirnir sem má sjá alla hér fyrir neðan fara fram frá 17. febrúar til 20. febrúar.

Þessi lið mætast í sextán liða úrslit enska bikarsins

Burnley (1) - Lincoln City (5)

Millwall (3) - Derby (2)/Leicester (1)

Huddersfield (2) - Manchester City (1)

Wolves (2) - Chelsea (1)

Middlesbrough (1) - Oxford (3)

Sutton United (5) - Arsenal (1)

Blackburn Rovers (2) - Manchester United (1)

Fulham (2) - Tottenham (1)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×