Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn atli ísleifsson skrifar 30. janúar 2017 19:05 Alda Hörnn Jóhannesdóttir rannsakaði mál lögreglumanns án þess að hafa skriflega heimild fyrir því frá rikissaksóknara. Vísir Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari í máli Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur snúið við ákvörðun setts héraðssaksóknara í málinu, Lúðvíks Bergvinssonar, um að fella málið niður. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Segir að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun setts héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Málið á hendur Öldu Hrönn var fellt niður í síðasta mánuði þar sem settur héraðssaksóknari taldi eftir rannsókn málsins litlar líkur á sakfellingu.Í frétt RÚV kemur fram að í ummælum sínum á Facebook hafi lögreglufulltrúinn sagt að sér hafi fljótt orðið ljóst að kærurnar á hendur Öldu Hrönn væru með öllu tilhæfulausar og málinu hefði átt að ljúka mun fyrr. Þá væri lögreglan á Íslandi vel sett þegar kona eins og Alda Hrönn væri þar í forystu. Ríkissaksóknari hefur því lagt fyrir settan héraðssaksóknara að taka málið aftur til efnislegrar meðferðar. Málið á rætur sínar að rekja til LÖKE-málsins svokallaða, en Alda Hrönn rannsakaði það á þeim tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Deilt hefur verið um hvort Alda Hrönn hafi haft vald til þess að hefja rannsókn á samskiptum lögreglumannsins. Málið var fyrst skráð í apríl 2014 í skráarkerfi lögreglu en rannsókn Öldu Hrannar hófst hins vegar að öllum líkindum í byrjun september árið áður. Samkvæmt lögreglulögum hafi hún ekki haft vald til að rannsaka störf lögreglumanns, aðeins ríkissaksóknari hafi haft það vald. Tengdar fréttir Alda Hrönn: Sárt að hafa alltaf lagt sig alla fram en samt verið leyst frá störfum Aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útilokar ekki að leggja sjálf fram kæru. 22. desember 2016 10:09 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari í máli Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur snúið við ákvörðun setts héraðssaksóknara í málinu, Lúðvíks Bergvinssonar, um að fella málið niður. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Segir að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun setts héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Málið á hendur Öldu Hrönn var fellt niður í síðasta mánuði þar sem settur héraðssaksóknari taldi eftir rannsókn málsins litlar líkur á sakfellingu.Í frétt RÚV kemur fram að í ummælum sínum á Facebook hafi lögreglufulltrúinn sagt að sér hafi fljótt orðið ljóst að kærurnar á hendur Öldu Hrönn væru með öllu tilhæfulausar og málinu hefði átt að ljúka mun fyrr. Þá væri lögreglan á Íslandi vel sett þegar kona eins og Alda Hrönn væri þar í forystu. Ríkissaksóknari hefur því lagt fyrir settan héraðssaksóknara að taka málið aftur til efnislegrar meðferðar. Málið á rætur sínar að rekja til LÖKE-málsins svokallaða, en Alda Hrönn rannsakaði það á þeim tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Deilt hefur verið um hvort Alda Hrönn hafi haft vald til þess að hefja rannsókn á samskiptum lögreglumannsins. Málið var fyrst skráð í apríl 2014 í skráarkerfi lögreglu en rannsókn Öldu Hrannar hófst hins vegar að öllum líkindum í byrjun september árið áður. Samkvæmt lögreglulögum hafi hún ekki haft vald til að rannsaka störf lögreglumanns, aðeins ríkissaksóknari hafi haft það vald.
Tengdar fréttir Alda Hrönn: Sárt að hafa alltaf lagt sig alla fram en samt verið leyst frá störfum Aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útilokar ekki að leggja sjálf fram kæru. 22. desember 2016 10:09 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Alda Hrönn: Sárt að hafa alltaf lagt sig alla fram en samt verið leyst frá störfum Aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útilokar ekki að leggja sjálf fram kæru. 22. desember 2016 10:09
Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00