Enski boltinn

Birkir fetar í fótspor Benteke, Robbie Keane og Kevin Phillips

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Áttan var ekki laus hjá Aston Villa.
Áttan var ekki laus hjá Aston Villa. vísir/getty
Birkir Bjarnason mun leika í treyju númer 20 hjá Aston Villa.

Birkir er númer átta hjá íslenska landsliðinu og hann bar sama númer á bakinu hjá Basel og einnig meðan hann lék með Pescara á Ítalíu.

Áttan var hins vegar ekki laus hjá Aston Villa. Miðjumaðurinn Aaron Tshibola er númer átta hjá Aston Villa en hann var reyndar lánaður til Nottingham Forest í dag.

Birkir klæddist treyju númer 28 hjá Viking, 26 hjá Bödö/Glimt, 32 hjá Standard Liege og 22 hjá Sampdoria.

Það eru ekki margar stjörnur sem hafa verið númer 20 hjá Aston Villa. Sá frægasti er sennilega belgíski framherjinn Christian Benteke sem var númer 20 á árunum 2012-15. Einnig hafa leikmenn eins og Kevin Phillips og Robbie Keane borið þetta númer hjá Aston Villa.

Birkir gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa þegar liðið sækir Brentford heim á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×