Viðskipti innlent

Björn hættir hjá Viðskiptaráði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Björn Brynjúlfur Björnsson, fráfarandi hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, fráfarandi hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, hefur sagt upp störfum en hann hefur starfað hjá ráðinu frá árinu 2014. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag sem Björn staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið. Þar ekki greint frá ástæðu þess að hann hefur sagt starfinu lausu.

Tilkynnt var í dag að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Frosti Ólafsson, fráfarandi framkvæmdastjóri ráðsins, sagði starfi sínu lausu í síðustu viku eftir fjögur ár hjá Viðskiptaráði til að taka við forstjórastöðu Orfs líftækni sem framleiðir Bioeffect-húðvörurnar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×