Enski boltinn

Moyes heldur áfram að safna saman gömlum Everton-mönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
David Moyes heldur áfram að safna gömlum Everton-mönnum saman hjá Sunderland.

Moyes náði í Steven Pienaar og Victor Anichebe í byrjun tímabilsins og nú síðast fékk hann Jolean Lescott til Sunderland. Og nú virðast tveir fyrrum Everton-menn til viðbótar ætla að bætast í hópinn.

Sky Sports greinir frá því að Darron Gibson og Bryan Oviedo séu á leið í læknisskoðun hjá Sunderland.

Gibson og Oviedo hafa verið í frystinum hjá Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, í vetur og komið lítið við sögu.

Moyes keypti þá báða til Everton árið 2012. Gibson kom frá Manchester United og Oviedo frá FC Köbenhavn.

Sunderland veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í tuttugasta og neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, þremur stigum á öruggu sæti.

Næsti leikur Sunderland er gegn Tottenham á heimavelli á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×