Er fjársvelt háskólakerfi lykillinn að framtíðinni? Ragna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2017 08:04 Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun