Milos: Ég er enginn David Copperfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2017 19:14 Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. Milos sagði starfi sínu lausu hjá Víkingum á föstudaginn og réði sig síðan sem þjálfara Blika í dag. Hann var því aðeins í þrjá daga burtu frá Pepsi-deildinni. „Ég heyrði fyrst frá þeim á laugardaginn og þetta var allt að gerast hratt,“ sagði Milos Milojevic í viðtalinu við Arnar Björnsson sem var tekið á fyrstu æfingu Serbans í Smáranum. „Þetta var kannski ekki endilega það sem ég var að plana en ég er ánægður með þessa lendingu. Ég er spenntur fyrir þessu því ef ég væri ekki spenntur þá hefði ég ekki sagt já. Þar sem að ég sagði já þá sé ég að það er áhugavert verkefni í gangi. Þess vegna er ég ánægður að vera hér,“ sagði Milos. En var hann ekkert að reyna að losna frá Víkingi þegar hann vissi af Blikastarfið væri laust? „Nei, alls ekki. Ég veit að þeir voru í viðræðum við annan mann. Þeir komu til mín eftir að ég var búinn að segja að ég væri hættur í Víkinni. Ég er búinn að koma því frá mér af hverju ég hætti með Víkingi og ætla ekki að endurtaka það. Það er saga sem er búin og er búin að vera flott saga í níu ár. Ég er stoltur af því en núna er ég kominn til Breiðabliks og tilbúinn að tala um Breiðablik,“ sagði Milos en hvenær munu hans áherslur fara sjást á Blikaliðinu? „Ég hugsa bara strax en hvort að það sjáist hundrað prósent strax er erfitt að segja. Ég er með enga töfra og er enginn David Copperfield. Ég er með áherslur sem þetta lið þarf á að halda. Þetta er flott lið sem kann að spila fótbolta. Liðið er með góðan grunn og ég tek við góðu búi af Arnari. Ég þarf bara að setja mín fingraför á liðið,“ sagði Milos. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Milos í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. Milos sagði starfi sínu lausu hjá Víkingum á föstudaginn og réði sig síðan sem þjálfara Blika í dag. Hann var því aðeins í þrjá daga burtu frá Pepsi-deildinni. „Ég heyrði fyrst frá þeim á laugardaginn og þetta var allt að gerast hratt,“ sagði Milos Milojevic í viðtalinu við Arnar Björnsson sem var tekið á fyrstu æfingu Serbans í Smáranum. „Þetta var kannski ekki endilega það sem ég var að plana en ég er ánægður með þessa lendingu. Ég er spenntur fyrir þessu því ef ég væri ekki spenntur þá hefði ég ekki sagt já. Þar sem að ég sagði já þá sé ég að það er áhugavert verkefni í gangi. Þess vegna er ég ánægður að vera hér,“ sagði Milos. En var hann ekkert að reyna að losna frá Víkingi þegar hann vissi af Blikastarfið væri laust? „Nei, alls ekki. Ég veit að þeir voru í viðræðum við annan mann. Þeir komu til mín eftir að ég var búinn að segja að ég væri hættur í Víkinni. Ég er búinn að koma því frá mér af hverju ég hætti með Víkingi og ætla ekki að endurtaka það. Það er saga sem er búin og er búin að vera flott saga í níu ár. Ég er stoltur af því en núna er ég kominn til Breiðabliks og tilbúinn að tala um Breiðablik,“ sagði Milos en hvenær munu hans áherslur fara sjást á Blikaliðinu? „Ég hugsa bara strax en hvort að það sjáist hundrað prósent strax er erfitt að segja. Ég er með enga töfra og er enginn David Copperfield. Ég er með áherslur sem þetta lið þarf á að halda. Þetta er flott lið sem kann að spila fótbolta. Liðið er með góðan grunn og ég tek við góðu búi af Arnari. Ég þarf bara að setja mín fingraför á liðið,“ sagði Milos. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Milos í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Aðstoðarmaður Milosar vill taka við Víkingi R. 21. maí 2017 22:04 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos: Breiðablik er spennandi félag Milos Milojevic ætlar að halda áfram í þjálfun, hvort sem það verður hér á landi eða erlendis. 19. maí 2017 20:06
Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15