Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 22. maí 2017 06:30 Framkvæmdastjóri SI segist óttast landflótta fyrirtækja vegna styrkingu krónunnar. vísir/gva Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar gengi krónunnar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAEf bankinn ætlar sér að draga enn frekar úr öllum inngripum með sama móti og verið hefur þá munu áhrifin koma fram í frekari styrkingu krónunnar, þetta er mat Ásdísar Kristjánsdóttir, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur styrkst hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum á þessu ári. Sé litið til miðgengi dollara má sjá að gengið hefur lækkað um 11,51 prósent á síðustu 3 mánuðum og er gengið nú um 100. Svipaða sögu er að segja um evruna sem hefur veikst um 6,81 prósent á tímabilinu og er nú gengið um 112. Seðlabankinn tilkynnti á fimmtudaginn að umfangsmiklum gjaldeyriskaupum bankans verður hætt frá og með þessari viku. Seðlabankinn muni þó eftir sem áður beita inngripum á gjaldeyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Ef þessi ákvörðun leiðir til þess að krónan haldi áfram að styrkjast verulega gæti gengi dollara farið talsvert undir hundrað krónur og gengi evru sömuleiðis veikst. „Seðlabankinn er búinn að leika lykilhlutverk á gjaldeyrismarkaði, nánast sá eini sem hefur verið að koma til móts við það innflæði sem hefur verið. Ef hann ætlar að breyta um takt og draga úr inngripum þá mun það leiða til þess að krónan styrkist að öðru óbreyttu," segir Ásdís. Ef þetta gengur eftir mun innflutningsverð lækka áfram sem mun skila sér í lægra verði til neytenda. „Frekari gengisstyrking hefur hins vegar þau áhrif að samkeppnisstaða þjóðarbúsins versnar enn frekar. Krónan hefur verið í samfleytum styrkingafasa undanfarin ár og það gerir rekstur íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni erfiðara um vik. Enn erum við hins vegar ekki að sjá merki þess efnis að krónan sé of sterk vegna þess að við erum enn að skila töluverðum viðskiptaafgangi," segir Ásdís.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Hún bendir þó á að ef komi bakslag í hagkerfið erum við í gjörbreyttu umhverfi en þegar það gerðist síðast. „Við höfum nýtt uppsveifluna til að búa í haginn, greitt niður skuldir og nú er svo komið að sparnaður þjóðarbúsins er sá mesti í 50 ár. Við erum því í allt annarri stöðu en við vorum í árið 2008." „Seðlabankinn er svolítið að segja að gengið verði að vera sterkara," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Um leið og við skiljum hlutverk Seðlabankans þá er hagstjórnin að hafa meiri slæm langtíma áhrif en menn virðast átta sig á." „Við erum að sjá flótta og ákvörðunartöku innan fyrirtækja sem leiðir til þess að ef þau geta setja þau starfsemi annað, oftast er það að hluta samt ekki öll starfsemin. Við getum verið að missa mjög öflug útflutningsdrifin fyrirtæki úr landi og það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að fá þau til baka. Hagstjórnarlega fyrir Ísland er þetta vandamál því þetta getur leitt það af sér að okkar atvinnulíf og útftluningur verði fábrotin," segir hann. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, telur að heilt yfir litið mun ákvörðun Seðlabankans ekki endilega hafa mikil áhrif á gengi krónunnar. „Ef krónan fer að styrkjast það sem þeir telja óhóflega eða sveiflast of mikið, þá munu þeir eftir sem áður grípa inn í krónuna. Þeir eru ekki hættir afskiptum sínum af þróun krónunnar." Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Verða 4,75 prósent. 17. maí 2017 08:56 Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Seðlabankinn spáir að gengi krónunnar í ár verði að meðaltali 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækki um sex prósent í viðbót næstu tvö ár. Spáð er að árshækkun húsnæðisverðs nái hámarki í ár. 18. maí 2017 07:00 Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. 18. mars 2017 10:57 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar gengi krónunnar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAEf bankinn ætlar sér að draga enn frekar úr öllum inngripum með sama móti og verið hefur þá munu áhrifin koma fram í frekari styrkingu krónunnar, þetta er mat Ásdísar Kristjánsdóttir, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur styrkst hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum á þessu ári. Sé litið til miðgengi dollara má sjá að gengið hefur lækkað um 11,51 prósent á síðustu 3 mánuðum og er gengið nú um 100. Svipaða sögu er að segja um evruna sem hefur veikst um 6,81 prósent á tímabilinu og er nú gengið um 112. Seðlabankinn tilkynnti á fimmtudaginn að umfangsmiklum gjaldeyriskaupum bankans verður hætt frá og með þessari viku. Seðlabankinn muni þó eftir sem áður beita inngripum á gjaldeyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Ef þessi ákvörðun leiðir til þess að krónan haldi áfram að styrkjast verulega gæti gengi dollara farið talsvert undir hundrað krónur og gengi evru sömuleiðis veikst. „Seðlabankinn er búinn að leika lykilhlutverk á gjaldeyrismarkaði, nánast sá eini sem hefur verið að koma til móts við það innflæði sem hefur verið. Ef hann ætlar að breyta um takt og draga úr inngripum þá mun það leiða til þess að krónan styrkist að öðru óbreyttu," segir Ásdís. Ef þetta gengur eftir mun innflutningsverð lækka áfram sem mun skila sér í lægra verði til neytenda. „Frekari gengisstyrking hefur hins vegar þau áhrif að samkeppnisstaða þjóðarbúsins versnar enn frekar. Krónan hefur verið í samfleytum styrkingafasa undanfarin ár og það gerir rekstur íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni erfiðara um vik. Enn erum við hins vegar ekki að sjá merki þess efnis að krónan sé of sterk vegna þess að við erum enn að skila töluverðum viðskiptaafgangi," segir Ásdís.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Hún bendir þó á að ef komi bakslag í hagkerfið erum við í gjörbreyttu umhverfi en þegar það gerðist síðast. „Við höfum nýtt uppsveifluna til að búa í haginn, greitt niður skuldir og nú er svo komið að sparnaður þjóðarbúsins er sá mesti í 50 ár. Við erum því í allt annarri stöðu en við vorum í árið 2008." „Seðlabankinn er svolítið að segja að gengið verði að vera sterkara," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Um leið og við skiljum hlutverk Seðlabankans þá er hagstjórnin að hafa meiri slæm langtíma áhrif en menn virðast átta sig á." „Við erum að sjá flótta og ákvörðunartöku innan fyrirtækja sem leiðir til þess að ef þau geta setja þau starfsemi annað, oftast er það að hluta samt ekki öll starfsemin. Við getum verið að missa mjög öflug útflutningsdrifin fyrirtæki úr landi og það er rosalega tímafrekt og kostnaðarsamt að fá þau til baka. Hagstjórnarlega fyrir Ísland er þetta vandamál því þetta getur leitt það af sér að okkar atvinnulíf og útftluningur verði fábrotin," segir hann. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, telur að heilt yfir litið mun ákvörðun Seðlabankans ekki endilega hafa mikil áhrif á gengi krónunnar. „Ef krónan fer að styrkjast það sem þeir telja óhóflega eða sveiflast of mikið, þá munu þeir eftir sem áður grípa inn í krónuna. Þeir eru ekki hættir afskiptum sínum af þróun krónunnar."
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Verða 4,75 prósent. 17. maí 2017 08:56 Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Seðlabankinn spáir að gengi krónunnar í ár verði að meðaltali 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækki um sex prósent í viðbót næstu tvö ár. Spáð er að árshækkun húsnæðisverðs nái hámarki í ár. 18. maí 2017 07:00 Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. 18. mars 2017 10:57 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Seðlabankinn spáir að gengi krónunnar í ár verði að meðaltali 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækki um sex prósent í viðbót næstu tvö ár. Spáð er að árshækkun húsnæðisverðs nái hámarki í ár. 18. maí 2017 07:00
Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. 18. mars 2017 10:57