Systir Kim Jong-un fær aukin völd Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 09:50 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í svörtum frakka fyrir miðju á mynd. Systir hans, Kim Yo-jong, er önnur frá vinstri á myndinni, sem tekin er árið 2015. Vísir/AFP Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45