Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:42 Systurnar hittust í fyrsta skipti á síðasta ári og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi í heimsókn til Brynju og þær gætu styrkt böndin. Vísir/skjáskot Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira