Viðskipti innlent

Lagt til að Landsbankinn greiði 13 milljarða króna í arð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landsbankinn hagnaðist um 16,6 milljarða í fyrra.
Landsbankinn hagnaðist um 16,6 milljarða í fyrra. vísir/andri marinó
Landsbankinn hagnaðist um 16,6 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári samkvæmt ársuppgjöri dagsins sem var kynnt í dag, en hagnaður bankans á árinu 2015 nam 36,5 milljörðum króna.

Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 13 milljarða króna arður til hluthafa en bankinn er í eigu ríkisins. Til viðbótar hyggst bankaráð leggja til sérstaka arðgreiðslu á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi.

Eigið fé bankans var 251,2 milljarðar króna í árslok 2016 og eiginfjárhlutfallið var 30,2 prósent af áhættugrunni. Í tilkynningu vegna uppgjörsins kemur fram að arðsemi eigin fjár hafi verið 6,6 prósent í fyrra, samanborið við 14,8 prósent árið áður.

Hreinar vaxtatekjur voru 34,7 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur námu 7,8 milljörðum króna. Aðrar rekstrartekjur námu 6,1 milljarði króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 318 milljónir króna. Rekstrarkostnaður var 23,5 milljarðar króna.

Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði var 37,1 prósent samkvæmt mælingum Gallup og hefur aldrei mælst hærri.

Nánari upplýsingar um uppgjörið má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Lilja Björk ráðin bankastjóri Landsbankans

Lilja Björk Einarsdóttir, 43 ára verkfræðingur, hefur verið ráðin bankastjóri Landsbankans. Lilja mun hefja störf 15. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Salan á Borgun verstu viðskipti ársins

Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×