Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 15:45 Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffaranum Shailene Woodley í aðalhlutverki. Vísir/EPA/Getty „Það er skemmtilegt þegar þú finnur svona meðbyr með þessu,“ segir Baltasar Kormákur sem hefur fengið fjölda símtala frá fólki sem vill fá að vera með í nýjustu mynd hans Adrift. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Þau þurftu að berjast við 15 metra háar öldur, sem þýðir að þegar skútan hafði náð á topp ölduskafls var fallhæðin á við fimm hæða hús. Í þessum hamagangi fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land.Margir voru á eftir handriti Adrift enda var það eitt af þeim handritum sem voru „Black listed“.Vísir/EPAMargir á eftir handritinu Baltasar segir þessa mynd ekki hafa verið lengi í bígerð. „Ég las þetta handrit skömmu fyrir jól og ákvað að tengja mig við þetta og fór sjálfur að leita að fjármagnsaðilum,“ segir Baltasar en hann er framleiðandi myndarinnar ásamt framleiðslufyrirtæki hans RVK Studios. Hann hafði samband við fjölda aðila í Bandaríkjunum og viðbrögðin hafi verið afar góð. Fyrir valinu varð fyrirtækið STX Entertainment sem mun sjá um dreifingu á myndinni á heimsvísu. STX var stofnað árið 2014 en á bak við það standa menn sem ráku meðal annars áður Unversal-kvikmyndaverið þegar Baltasar var á mála þar. „Ég þekki þá af góðu og ákváðum við að gera samning við þá þótt töluvert fleiri væru á eftir þessu,“ segir Baltasar.Kallaður „Balt“ af stjórnarformanninum Hann þekkir þá af svo góðu að stjórnarformaður STX, Adam Fogelson, kallaði Baltasar ekkert annað en „Balt“ í viðtal við Deadspin um myndina, þar sem bæði Fogelson og David Kosse, forstjóri STX International, sem sér um dreifingu fyrirtækisins á heimsvísu, kepptust um að lofa Baltasar í bak og fyrir. „Ég er kallaður „Balt“ í Bandaríkjunum. Balti hljómar ekki nógu vel þannig að ég er kallaður „Balt eða „BK“,“ segir Baltasar.Missa réttinn ef þeir hafa ekki hraðar hendur Hann segir tökur eiga að hefjast í vor en í samningum er meðal annars krafa um að framleiðsla myndarinnar verði að vera tiltölulega hröð. „Þeir verða að setja þetta í gang í vor, annars missa þeir réttinn á þessu,“ segir Baltasar. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að myndin verði frumsýnd seint á þessu ári en Baltasar segir að að það þyrfti ekki að koma á óvart ef hún yrði frekar frumsýnd árið 2018. Þekktir leikstjórar voru á eftir handriti myndarinnar sem var „Black-listed“ eins og það er orðað í bransanum, sem þýðir að það var á lista yfir mest spennandi handritin sem eru í boði á hverjum tíma. „Ég vissi það ekki þegar ég las það, þannig að það var svolítill hiti á þessu,“ segir Baltasar.Baltasar leist best á leikkonuna Shailene Woodley af þeim sem höfðu sýnt hlutverkinu áhuga.Vísir/EPALeikkonan töffari sem er ekki einfalt „bjútí“ Eftir að hafa lesið handritið þurfti að finna leikkonu og varð Shailene Woodley fyrir valinu. Hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars, Divergent og George Clooney-myndinni The Descendants, en hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd, þá aðeins 20 ára gömul. Baltasar segir frægar leikkonur á þessum aldri hafa verið tengdar við þetta handrit og töluvert af aðeins eldri leikkonum sem sýndu hlutverkinu áhuga. „En ég hafði ekki áhuga því. Sú sem myndin fjallar um var 23 ára þegar þetta gerðist og ég vildi því hafa leikkonuna eins nálægt í aldri og ég gat. Af þeim sem höfðu sýnt þessu áhuga að fyrra bragði leist mér best á hana,“ segir Baltasar. Hann segir Woodley áþekka persónunni. Hún er af vesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið frá Simi Valley á stór Los Angeles-svæðinu í Kaliforníu, og töffari sem stundar brimbretti. „Hún er ekki eitthvað svona einfalt „bjútí“. Þú ert með stelpu á bát léttklædda og ég vildi ekki að áherslan yrði á útlitið heldur meira á karakterinn,“ segir Baltasar. „Hún er rosalega góð leikkona á uppleið og á það besta eftir.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni The Fault in our Stars:Þarft ekki að vera í Hollywood til að vera stórkarl Enn á eftir að ráða í karlhlutverk myndarinnar en Baltasar nýtir tæknina til að finna rétta leikarann. Hann segir mikinn áhuga á hlutverkinu og marga sem hafa boðið fram krafta sína. Ef honum lýst á einhvern hefur hann samband við viðkomandi í gegnum samskiptaforritið Skype. „Eftir að Skype-ið kom getur maður rætt við fólkið hvar sem er og fengið tilfinningu fyrir því hvernig manni lýst á það,“ segir Baltasar. Hann segir það liðna tíð að menn þurfi að vera í Hollywood til að vera stórkarlar í kvikmyndabransanum. „Það var aldrei markmiðið hjá mér að flytja út og hanga í einhverri villu í Hollywood. Það er heldur ekkert að gerast í LA. Það er ekkert tekið þar lengur, það er bara Óskarinn og búið.“30 milljóna dollara mynd Baltasar segir að allt í allt muni myndi kosta um 30 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,3 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Til samanburðar má nefna að sjónvarpsþáttaröðin Ófærð, sem Baltasar og RVK Studios sendu frá sér, kostaði um milljarð króna í framleiðslu. Þetta er þó ekki dýrasta mynd Baltasars. Everest kostaði um 55 milljónir dollara í framleiðslu, um 6,2 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, en á heimsvísu þénaði hún 203 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa.2 Guns, sem hann gerði undir merkjum Universal, kostaði 61 milljón dollara í framleiðslu, eða um 6,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, og þénaði um 131 milljón dollara í kvikmyndahúsum á heimsvísu.Contraband, sem Baltasar gerði einnig undir merkjum Universal, kostaði um 25 milljónir dollara í framleiðslu árið 2011, sem nemur um 2,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, og þénaði um 96 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. „Myndin gerist að miklu leyti á bát, það er einfalt að sumu leyti en flækir líka. Það er flókið að skjóta mynd á hafi. En þetta er svona ásættanlegt fjármagn fyrir þessa mynd,“ segir Baltasar. Adrift verður einnig tekin upp í vatnstanki og eru Baltasar og RVK Studios að skoða alla helstu vatnstanka í heiminum. „Það er næsta ferli sem er fram undan.“Óskarsverðlaunahafar minna á sig Hann segir spennandi ferli fram undan sem hann hlakkar til að takast á við. „Líka af því þetta gerist tiltölulega þétt og ég er að fá endalaust af símtölum frá fólki sem vill vera í þessu. Það er mikill meðbyr með þessari mynd. Það eru meðal annars Óskarsverðlaunahafar að láta vita af sér,“ segir Baltasar. Líkt og sögusvið myndarinnar gefur til kynna verða ekki mörg hlutverk í þessari mynd og því langsótt að mati Baltasars að Íslendingur hreppi eitthvað hlutverk. „Þetta er allt byggt á sönnum karakterum, Bretum og Bandaríkjamönnum, þannig að það væri skrýtið.“ Hann á þó von á því að ráða Íslendinga í önnur störf tengdum framleiðslu þessarar myndar. „Ég hef alltaf gert það í gegnum tíðina og svona ef fólk er rétt í það.“Baltasar er með fjölmörg járn í eldinum.Vísir/GettyEiðurinn í dreifingu í Bandaríkjunum og baráttan við Spielberg Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hann er nú staddur í Berlín þar sem hann kynnir meðal annars frumsýningu á Ófærð í Þýskalandi. Í leiðinni var tilkynnt að dreifingaraðilinn Gunpowder & Sky hefði tryggt sér réttinn að dreifingu Eiðsins, kvikmynd Baltasars, í Bandaríkjunum. Er fyrirhugað að sýna hana vestanhafs í sumar. Þá er Edgardo Mortara-verkefnið enn á IMBD-listanum hans Baltasars og Robert De Niro þar sagður eiga að leika Píus páfa. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum þegar hinum sex ára gamla Edgardo Mortara var rænt árið 1858. Mortara var af gyðingaættum en alinn upp sem kaþólikki og varð að lokum prestur sem olli miklum deilum á Ítalíu. Í september í fyrra fréttist hins vegar að leikstjórinn Steven Spielberg hefði augastað á að gera kvikmynd um þennan atburð. Baltasar segir að það sé erfitt að keppa við goðsögnina og ákvað hann því að bíða aðeins með verkefnið. „Ég var nú að heyra í einum framleiðanda um daginn sem spurði hvort ég væri til í að gera þetta og ég svaraði því játandi ef þetta leggst rétt. Það er eitthvað sem er mjög áhugavert,“ segir Baltasar. Þá er hann alltaf með á teikniborðinu handrit að víkingamynd ásamt Universal Studios. Innan RVK Studios er hann jafnframt með í framleiðslu kvikmyndina Mules en leikstjóri hennar er Börkur Sigþórsson. Myndin segir frá tveimur bræðrum sem reyna að smygla fíkniefnum til Íslands með því að nota unga pólska stelpu sem burðardýr. Sömuleiðis í undirbúningi framhald á sjónvarpsseríunni Ófærð. „Og ýmislegt annað sem við erum ekki búin að tilkynna en kemur bráðum.“Baltasar Kormákur á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.Vísir/GettyÍslandsmeistaratitlar munu nýtast Í viðtali við Deadspin sögðu forsvarsmenn STX að Baltasar væri hinn fullkomni leikstjóri til að segja sögu Tami Oldham Ashcraft vegna þess hve vel honum tókst með Everest, sem sagði frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Þá mun reynsla hans af Djúpinu væntanlega nýtast honum vel en Baltasar býr þó yfir mikilli þekkingu á siglingum. „Ég keppti mjög mikið í siglingum sem unglingur og á nokkra Íslandsmeistaratitla,“ segir Baltasar.Bauðst að fara á Ólympíuleika Hann var svo öflugur að honum bauðst að keppa á Ólympíuleikum í siglingum. „Reyndar er mikið gert grín að mér innan fjölskyldunnar fyrir það,“ segir Baltasar sem hafnaði boðinu þar sem hann var að hefja nám í Leiklistarskólanum á sama tíma. Baltasar hefði þurfti að dvelja í Svíþjóð veturinn fyrir leikana því ekki var hægt að æfa siglingar við Ísland á veturna. „Ég þurfti því miður að láta það frá mér, annars væri ég Ólympíufari.“ Hann tók auk þess þátt í siglingakeppnum á stórum bátum, en um var að ræða „Akranes-keppnina“ þar sem var siglt frá Reykjavík til Akraness. „Þá kynntist maður að sigla stærri bátum sem voru í eigum manna sem áttu nóg af peningum en voru ekki flinkir að sigla. Þeir fengu því okkur gaurana sem voru að keppa á litlu bátunum til að hjálpa sér með siglingatæknina,“ segir Baltasar. Þá stóð til að hann myndi sigla yfir Atlantshafið en þurfti því miður að láta það frá sér. Þekkingin er því til staðar en hann segir það þó ekki standa til að hann muni kenna leikurunum réttu handtökin. „Ég verð líka með eitthvað fólk sem hefur gert þetta meira upp á síðkastið.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ófærð II frumsýnd 2018: Yrsa og Margrét bætast við handritsteymið Allir helstu leikararnir snúa aftur. 14. september 2016 13:39 Baltasar leikur á móti Aliciu Vikander og Evu Green Baltasar Kormákur fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni Euphoria þar sem hann leikur á móti sænska Óskarsverðlaunahafanum. 30. ágúst 2016 09:58 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Eiðurinn valin besta myndin á Noir in Film Eiðurinn mynd Baltsars Kormáks hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besta myndin á Noir in Film kvikmyndahátíðinni í Mílan á Ítalíu og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn. 16. desember 2016 16:30 Baltasar framleiðir mynd um Spánverjavígin Spænskur leikstjóri að baki myndarinnar Red Fjords. 20. september 2016 13:19 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er skemmtilegt þegar þú finnur svona meðbyr með þessu,“ segir Baltasar Kormákur sem hefur fengið fjölda símtala frá fólki sem vill fá að vera með í nýjustu mynd hans Adrift. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Þau þurftu að berjast við 15 metra háar öldur, sem þýðir að þegar skútan hafði náð á topp ölduskafls var fallhæðin á við fimm hæða hús. Í þessum hamagangi fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land.Margir voru á eftir handriti Adrift enda var það eitt af þeim handritum sem voru „Black listed“.Vísir/EPAMargir á eftir handritinu Baltasar segir þessa mynd ekki hafa verið lengi í bígerð. „Ég las þetta handrit skömmu fyrir jól og ákvað að tengja mig við þetta og fór sjálfur að leita að fjármagnsaðilum,“ segir Baltasar en hann er framleiðandi myndarinnar ásamt framleiðslufyrirtæki hans RVK Studios. Hann hafði samband við fjölda aðila í Bandaríkjunum og viðbrögðin hafi verið afar góð. Fyrir valinu varð fyrirtækið STX Entertainment sem mun sjá um dreifingu á myndinni á heimsvísu. STX var stofnað árið 2014 en á bak við það standa menn sem ráku meðal annars áður Unversal-kvikmyndaverið þegar Baltasar var á mála þar. „Ég þekki þá af góðu og ákváðum við að gera samning við þá þótt töluvert fleiri væru á eftir þessu,“ segir Baltasar.Kallaður „Balt“ af stjórnarformanninum Hann þekkir þá af svo góðu að stjórnarformaður STX, Adam Fogelson, kallaði Baltasar ekkert annað en „Balt“ í viðtal við Deadspin um myndina, þar sem bæði Fogelson og David Kosse, forstjóri STX International, sem sér um dreifingu fyrirtækisins á heimsvísu, kepptust um að lofa Baltasar í bak og fyrir. „Ég er kallaður „Balt“ í Bandaríkjunum. Balti hljómar ekki nógu vel þannig að ég er kallaður „Balt eða „BK“,“ segir Baltasar.Missa réttinn ef þeir hafa ekki hraðar hendur Hann segir tökur eiga að hefjast í vor en í samningum er meðal annars krafa um að framleiðsla myndarinnar verði að vera tiltölulega hröð. „Þeir verða að setja þetta í gang í vor, annars missa þeir réttinn á þessu,“ segir Baltasar. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að myndin verði frumsýnd seint á þessu ári en Baltasar segir að að það þyrfti ekki að koma á óvart ef hún yrði frekar frumsýnd árið 2018. Þekktir leikstjórar voru á eftir handriti myndarinnar sem var „Black-listed“ eins og það er orðað í bransanum, sem þýðir að það var á lista yfir mest spennandi handritin sem eru í boði á hverjum tíma. „Ég vissi það ekki þegar ég las það, þannig að það var svolítill hiti á þessu,“ segir Baltasar.Baltasar leist best á leikkonuna Shailene Woodley af þeim sem höfðu sýnt hlutverkinu áhuga.Vísir/EPALeikkonan töffari sem er ekki einfalt „bjútí“ Eftir að hafa lesið handritið þurfti að finna leikkonu og varð Shailene Woodley fyrir valinu. Hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars, Divergent og George Clooney-myndinni The Descendants, en hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd, þá aðeins 20 ára gömul. Baltasar segir frægar leikkonur á þessum aldri hafa verið tengdar við þetta handrit og töluvert af aðeins eldri leikkonum sem sýndu hlutverkinu áhuga. „En ég hafði ekki áhuga því. Sú sem myndin fjallar um var 23 ára þegar þetta gerðist og ég vildi því hafa leikkonuna eins nálægt í aldri og ég gat. Af þeim sem höfðu sýnt þessu áhuga að fyrra bragði leist mér best á hana,“ segir Baltasar. Hann segir Woodley áþekka persónunni. Hún er af vesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið frá Simi Valley á stór Los Angeles-svæðinu í Kaliforníu, og töffari sem stundar brimbretti. „Hún er ekki eitthvað svona einfalt „bjútí“. Þú ert með stelpu á bát léttklædda og ég vildi ekki að áherslan yrði á útlitið heldur meira á karakterinn,“ segir Baltasar. „Hún er rosalega góð leikkona á uppleið og á það besta eftir.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni The Fault in our Stars:Þarft ekki að vera í Hollywood til að vera stórkarl Enn á eftir að ráða í karlhlutverk myndarinnar en Baltasar nýtir tæknina til að finna rétta leikarann. Hann segir mikinn áhuga á hlutverkinu og marga sem hafa boðið fram krafta sína. Ef honum lýst á einhvern hefur hann samband við viðkomandi í gegnum samskiptaforritið Skype. „Eftir að Skype-ið kom getur maður rætt við fólkið hvar sem er og fengið tilfinningu fyrir því hvernig manni lýst á það,“ segir Baltasar. Hann segir það liðna tíð að menn þurfi að vera í Hollywood til að vera stórkarlar í kvikmyndabransanum. „Það var aldrei markmiðið hjá mér að flytja út og hanga í einhverri villu í Hollywood. Það er heldur ekkert að gerast í LA. Það er ekkert tekið þar lengur, það er bara Óskarinn og búið.“30 milljóna dollara mynd Baltasar segir að allt í allt muni myndi kosta um 30 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,3 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Til samanburðar má nefna að sjónvarpsþáttaröðin Ófærð, sem Baltasar og RVK Studios sendu frá sér, kostaði um milljarð króna í framleiðslu. Þetta er þó ekki dýrasta mynd Baltasars. Everest kostaði um 55 milljónir dollara í framleiðslu, um 6,2 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, en á heimsvísu þénaði hún 203 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa.2 Guns, sem hann gerði undir merkjum Universal, kostaði 61 milljón dollara í framleiðslu, eða um 6,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, og þénaði um 131 milljón dollara í kvikmyndahúsum á heimsvísu.Contraband, sem Baltasar gerði einnig undir merkjum Universal, kostaði um 25 milljónir dollara í framleiðslu árið 2011, sem nemur um 2,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, og þénaði um 96 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. „Myndin gerist að miklu leyti á bát, það er einfalt að sumu leyti en flækir líka. Það er flókið að skjóta mynd á hafi. En þetta er svona ásættanlegt fjármagn fyrir þessa mynd,“ segir Baltasar. Adrift verður einnig tekin upp í vatnstanki og eru Baltasar og RVK Studios að skoða alla helstu vatnstanka í heiminum. „Það er næsta ferli sem er fram undan.“Óskarsverðlaunahafar minna á sig Hann segir spennandi ferli fram undan sem hann hlakkar til að takast á við. „Líka af því þetta gerist tiltölulega þétt og ég er að fá endalaust af símtölum frá fólki sem vill vera í þessu. Það er mikill meðbyr með þessari mynd. Það eru meðal annars Óskarsverðlaunahafar að láta vita af sér,“ segir Baltasar. Líkt og sögusvið myndarinnar gefur til kynna verða ekki mörg hlutverk í þessari mynd og því langsótt að mati Baltasars að Íslendingur hreppi eitthvað hlutverk. „Þetta er allt byggt á sönnum karakterum, Bretum og Bandaríkjamönnum, þannig að það væri skrýtið.“ Hann á þó von á því að ráða Íslendinga í önnur störf tengdum framleiðslu þessarar myndar. „Ég hef alltaf gert það í gegnum tíðina og svona ef fólk er rétt í það.“Baltasar er með fjölmörg járn í eldinum.Vísir/GettyEiðurinn í dreifingu í Bandaríkjunum og baráttan við Spielberg Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hann er nú staddur í Berlín þar sem hann kynnir meðal annars frumsýningu á Ófærð í Þýskalandi. Í leiðinni var tilkynnt að dreifingaraðilinn Gunpowder & Sky hefði tryggt sér réttinn að dreifingu Eiðsins, kvikmynd Baltasars, í Bandaríkjunum. Er fyrirhugað að sýna hana vestanhafs í sumar. Þá er Edgardo Mortara-verkefnið enn á IMBD-listanum hans Baltasars og Robert De Niro þar sagður eiga að leika Píus páfa. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum þegar hinum sex ára gamla Edgardo Mortara var rænt árið 1858. Mortara var af gyðingaættum en alinn upp sem kaþólikki og varð að lokum prestur sem olli miklum deilum á Ítalíu. Í september í fyrra fréttist hins vegar að leikstjórinn Steven Spielberg hefði augastað á að gera kvikmynd um þennan atburð. Baltasar segir að það sé erfitt að keppa við goðsögnina og ákvað hann því að bíða aðeins með verkefnið. „Ég var nú að heyra í einum framleiðanda um daginn sem spurði hvort ég væri til í að gera þetta og ég svaraði því játandi ef þetta leggst rétt. Það er eitthvað sem er mjög áhugavert,“ segir Baltasar. Þá er hann alltaf með á teikniborðinu handrit að víkingamynd ásamt Universal Studios. Innan RVK Studios er hann jafnframt með í framleiðslu kvikmyndina Mules en leikstjóri hennar er Börkur Sigþórsson. Myndin segir frá tveimur bræðrum sem reyna að smygla fíkniefnum til Íslands með því að nota unga pólska stelpu sem burðardýr. Sömuleiðis í undirbúningi framhald á sjónvarpsseríunni Ófærð. „Og ýmislegt annað sem við erum ekki búin að tilkynna en kemur bráðum.“Baltasar Kormákur á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.Vísir/GettyÍslandsmeistaratitlar munu nýtast Í viðtali við Deadspin sögðu forsvarsmenn STX að Baltasar væri hinn fullkomni leikstjóri til að segja sögu Tami Oldham Ashcraft vegna þess hve vel honum tókst með Everest, sem sagði frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Þá mun reynsla hans af Djúpinu væntanlega nýtast honum vel en Baltasar býr þó yfir mikilli þekkingu á siglingum. „Ég keppti mjög mikið í siglingum sem unglingur og á nokkra Íslandsmeistaratitla,“ segir Baltasar.Bauðst að fara á Ólympíuleika Hann var svo öflugur að honum bauðst að keppa á Ólympíuleikum í siglingum. „Reyndar er mikið gert grín að mér innan fjölskyldunnar fyrir það,“ segir Baltasar sem hafnaði boðinu þar sem hann var að hefja nám í Leiklistarskólanum á sama tíma. Baltasar hefði þurfti að dvelja í Svíþjóð veturinn fyrir leikana því ekki var hægt að æfa siglingar við Ísland á veturna. „Ég þurfti því miður að láta það frá mér, annars væri ég Ólympíufari.“ Hann tók auk þess þátt í siglingakeppnum á stórum bátum, en um var að ræða „Akranes-keppnina“ þar sem var siglt frá Reykjavík til Akraness. „Þá kynntist maður að sigla stærri bátum sem voru í eigum manna sem áttu nóg af peningum en voru ekki flinkir að sigla. Þeir fengu því okkur gaurana sem voru að keppa á litlu bátunum til að hjálpa sér með siglingatæknina,“ segir Baltasar. Þá stóð til að hann myndi sigla yfir Atlantshafið en þurfti því miður að láta það frá sér. Þekkingin er því til staðar en hann segir það þó ekki standa til að hann muni kenna leikurunum réttu handtökin. „Ég verð líka með eitthvað fólk sem hefur gert þetta meira upp á síðkastið.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ófærð II frumsýnd 2018: Yrsa og Margrét bætast við handritsteymið Allir helstu leikararnir snúa aftur. 14. september 2016 13:39 Baltasar leikur á móti Aliciu Vikander og Evu Green Baltasar Kormákur fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni Euphoria þar sem hann leikur á móti sænska Óskarsverðlaunahafanum. 30. ágúst 2016 09:58 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Eiðurinn valin besta myndin á Noir in Film Eiðurinn mynd Baltsars Kormáks hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besta myndin á Noir in Film kvikmyndahátíðinni í Mílan á Ítalíu og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn. 16. desember 2016 16:30 Baltasar framleiðir mynd um Spánverjavígin Spænskur leikstjóri að baki myndarinnar Red Fjords. 20. september 2016 13:19 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ófærð II frumsýnd 2018: Yrsa og Margrét bætast við handritsteymið Allir helstu leikararnir snúa aftur. 14. september 2016 13:39
Baltasar leikur á móti Aliciu Vikander og Evu Green Baltasar Kormákur fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni Euphoria þar sem hann leikur á móti sænska Óskarsverðlaunahafanum. 30. ágúst 2016 09:58
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24
Eiðurinn valin besta myndin á Noir in Film Eiðurinn mynd Baltsars Kormáks hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besta myndin á Noir in Film kvikmyndahátíðinni í Mílan á Ítalíu og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn. 16. desember 2016 16:30
Baltasar framleiðir mynd um Spánverjavígin Spænskur leikstjóri að baki myndarinnar Red Fjords. 20. september 2016 13:19