Viðskipti innlent

Landsbréf hagnast um 702 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgi Þ. Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa
Helgi Þ. Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa
Sjóðastýringarfyrirtækið Landsbréf var rekið með 702 milljóna króna hagnaði á árinu 2016 samanborið við 616 milljónir árið á undan. Hreinar rekstrartekjur jukust um 86 milljónir milli ára og námu 702 milljónum í árslok 2016.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbréfum sem er dótturfélag Landsbankans. Þar segir einnig að eigið fé fyrirtækisins hafi í árslok 2016 numið 3.150 milljónum króna og eiginfjárhlutfall verið 112,58 prósent. Landsbréf stýrðu þá eignum fyrir 31 sjóð og félög og voru hludeildarskírteinishafar í sjóðum félagsins um þrettán þúsund talsins.

„Umsýsluþóknanir félagsins jukust um 32% á milli ára og skilaði félagið góðum hagnaði eða 702 milljónum króna, sem svarar til rúmlega 28,7% arðsemi eigin fjár. Innlendur verðbréfamarkaður, einkum hlutabréfamarkaður, skilaði lakari ávöxtun en árið á undan, en þrátt fyrir það voru verðbréfa- og fjárfestingasjóðir Landsbréfa almennt að vaxa á árinu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×