Hildur sér um tónlistina í Sicario 2 Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. febrúar 2017 11:00 Hildur Guðnadóttir er búsett í Berlín þessi misserin. Vísir/Valli Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil. Hildur samdi tónlistina fyrir Eiðinn, Ófærð og Tom of Finland og hefur unnið að tónlist fyrir myndir eins og Arrival, The Revenant og Prisoners. Ítalski leikstjórinn Stefano Sollima leikstýrir Soldado en það var Denis Villeneuve sem sá um leikstjórn í Sicario og leikstýrði einnig Prisoners og Arrival, myndum sem Hildur kom að. Soldado fjallar eins og Sicario um átök lögreglu og glæpahópa á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þar ríkir ákveðið stríðsástand og mun Soldado fjalla um hervæðingu lögreglunnar. Með aðalhlutverk fara Josh Brolin, Benicio Del Toro og Matthew Modine. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil. Hildur samdi tónlistina fyrir Eiðinn, Ófærð og Tom of Finland og hefur unnið að tónlist fyrir myndir eins og Arrival, The Revenant og Prisoners. Ítalski leikstjórinn Stefano Sollima leikstýrir Soldado en það var Denis Villeneuve sem sá um leikstjórn í Sicario og leikstýrði einnig Prisoners og Arrival, myndum sem Hildur kom að. Soldado fjallar eins og Sicario um átök lögreglu og glæpahópa á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þar ríkir ákveðið stríðsástand og mun Soldado fjalla um hervæðingu lögreglunnar. Með aðalhlutverk fara Josh Brolin, Benicio Del Toro og Matthew Modine.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein