Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2017 22:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47
Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23