Margir boltar á lofti og hlutabréfin lækka Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði félagið ekki ætla að ráðast í aðgerðir sem myndu skaða það til langs tíma. vísir/gva „Það eru augljóslega margir boltar á lofti en óvissa er um framhaldið og það kemur ekki á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um uppgjörsfund Icelandair Group í gær og áframhaldandi lækkun á hlutabréfaverði flugfélagsins.Á fundinum var farið yfir aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group ætla að ráðast í gegn aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og þeim krefjandi aðstæðum sem fyrirtækið tilkynnti um í síðustu viku. Snörp lækkun á bókunarstöðu í janúar, sem hefur batnað síðustu daga, hafi og muni leiða til breytinga á fargjöldum og vöruframboði, þar á meðal lækkun á hluta fargjalda Saga Class. Þær eigi að leiða til bættrar afkomu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, á ársgrundvelli frá og með ársbyrjun 2018. Stjórnendurnir hafa aftur á móti ekki skoðað það alvarlega að skipta fyrirtækinu í tvö vörumerki, eða annars vegar lággjaldahluta og hins vegar núverandi viðskiptamódel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svaraði aðspurður að eitt af því sem stjórnendurnir þyrftu nú að velta fyrir sér sé hvort fara eigi sömu leið og skandinavíska flugfélagið SAS og sækja um nýtt flugrekstrarleyfi og opna starfsstöðvar erlendis og þannig lækka launakostnað. Slíkt myndi aftur á móti „kosta dálítil átök við ákveðnar stéttir“, eins og Björgólfur orðaði það. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 29 prósent á fjórða ársfjórðungi 2016 en tekjurnar um tólf prósent. „Ég hef fulla trú á að félagið sé að skoða þetta. Aftur á móti mun þetta taka einhvern tíma hjá SAS áður en þeir sjá teljandi áhrif fyrir samstæðuna og það sama ætti væntanlega við um Icelandair,“ segir Guðlaugur Steinarr. „Mér fannst félagið fara nokkuð vel yfir stöðuna og þetta var mun ítarlegri yfirferð á fundinum en vanalega. Manni finnst eins og þeir séu frekar að horfa í áttina að því að breyta tekjustrúktúrnum svo það verði auðveldara að bera saman raunkostnað flugfargjalda flugfélagsins við lággjaldaflugfélög. Menn verða svo bara að gera upp við sig hvort þeir trúi því að þessar leiðir muni hafa teljandi áhrif til hins betra. Það kemur mér ekki á óvart að menn stígi varlega til jarðar en það er ekki eins og það sé ekki að koma neitt út úr þessu félagi. Félagið stendur þrátt fyrir þetta enn vel að vígi til að takast á við þessa óvissu,“ segir Guðlaugur Steinarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09 Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Það eru augljóslega margir boltar á lofti en óvissa er um framhaldið og það kemur ekki á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um uppgjörsfund Icelandair Group í gær og áframhaldandi lækkun á hlutabréfaverði flugfélagsins.Á fundinum var farið yfir aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group ætla að ráðast í gegn aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og þeim krefjandi aðstæðum sem fyrirtækið tilkynnti um í síðustu viku. Snörp lækkun á bókunarstöðu í janúar, sem hefur batnað síðustu daga, hafi og muni leiða til breytinga á fargjöldum og vöruframboði, þar á meðal lækkun á hluta fargjalda Saga Class. Þær eigi að leiða til bættrar afkomu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, á ársgrundvelli frá og með ársbyrjun 2018. Stjórnendurnir hafa aftur á móti ekki skoðað það alvarlega að skipta fyrirtækinu í tvö vörumerki, eða annars vegar lággjaldahluta og hins vegar núverandi viðskiptamódel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svaraði aðspurður að eitt af því sem stjórnendurnir þyrftu nú að velta fyrir sér sé hvort fara eigi sömu leið og skandinavíska flugfélagið SAS og sækja um nýtt flugrekstrarleyfi og opna starfsstöðvar erlendis og þannig lækka launakostnað. Slíkt myndi aftur á móti „kosta dálítil átök við ákveðnar stéttir“, eins og Björgólfur orðaði það. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 29 prósent á fjórða ársfjórðungi 2016 en tekjurnar um tólf prósent. „Ég hef fulla trú á að félagið sé að skoða þetta. Aftur á móti mun þetta taka einhvern tíma hjá SAS áður en þeir sjá teljandi áhrif fyrir samstæðuna og það sama ætti væntanlega við um Icelandair,“ segir Guðlaugur Steinarr. „Mér fannst félagið fara nokkuð vel yfir stöðuna og þetta var mun ítarlegri yfirferð á fundinum en vanalega. Manni finnst eins og þeir séu frekar að horfa í áttina að því að breyta tekjustrúktúrnum svo það verði auðveldara að bera saman raunkostnað flugfargjalda flugfélagsins við lággjaldaflugfélög. Menn verða svo bara að gera upp við sig hvort þeir trúi því að þessar leiðir muni hafa teljandi áhrif til hins betra. Það kemur mér ekki á óvart að menn stígi varlega til jarðar en það er ekki eins og það sé ekki að koma neitt út úr þessu félagi. Félagið stendur þrátt fyrir þetta enn vel að vígi til að takast á við þessa óvissu,“ segir Guðlaugur Steinarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09 Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15
Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30
Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09
Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41