Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 20:00 Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. Hún hafði barist við krabbamein undanfarin rúm tvö ár þegar hún lést. Ólöf Nordal fæddist í Reykjavík hinn 3. desember árið 1966 og var því rétt rúmlega fimmtug þegar hún lést. Hún var dóttir Jóhannesar Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og húsmóður. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Vinsældir Ólafar innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar. Þar naut hún afgerandi trausts og fékk ætíð yfirburðakosningu þegar hún bauð sig fram til embætta innan flokksins sem og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2010 og gengdi því embætti til ársins 2013. Ólöf bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gengdi því til dauðadags.Vísir/AntonÓlöf var fyrst kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi árið 2007. Þá bjó hún ásamt Tómasi Má Sigurðssyni eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir austan en þau eiga saman fjögur börn á aldrinum tólf til tuttugu og fimm ára. Í þingkosningunum árið 2009 var hún kosin á þing fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í lok kjörtímabils árið 2013 ákvað Ólöf að taka sér hlé frá stjórnmálum og var því ekki í framboði í kosningunum árið 2013.Kölluð í ráðherrastól Það er hins vegar til marks um það traust sem Ólöf naut innan flokksins að þegar harðnaði á dalnum og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í desember 2014, kallaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins Ólöfu til leiks til að taka við embætti innanríkisráðherra. Fjórum mánuðum áður hafði Ólöf sjálf greint frá því opinberlega að hún hefði greinst með krabbamein og gengist undir aðgerð og eftirmeðferð. Hún barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hikaði ekki við að koma fram með lítið hár eftir lyfjameðferð og að henni lokinni náði hún sér á strik. En í janúar árið 2016 greindi hún frá því að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og hóf lyfjameðferð á ný.Var ánægð með störf ríkisstjórnarinnarÓlöf bauð sig síðast fram til Alþingis í kosningunum hinn 29. október síðast liðinn. En nokkrum vikum fyrir kosningar veiktist hún alvarlega vegna sýkingar en var útskrifuð nokkrum vikum síðar. Við stjórnarskiptin á Bessastöðum hinn 11. janúar sat Ólöf Nordal sinn síðasta ríkisráðsfund og sagði eftir þann fund. „Ég er bara mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingju. Þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt. Merkilegur tími.“Þú hefðir ekki viljað halda áfram að vera ráðherra?„Ég vil nú fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður ætlar að vera ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðina rétta.“Þannig að þú ert í fyrsta sæti núna sjálf?„Já, já ég er það. Ég held að allir skilji það,“ sagði Ólöf heitin Nordal. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í dag og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. Hún hafði barist við krabbamein undanfarin rúm tvö ár þegar hún lést. Ólöf Nordal fæddist í Reykjavík hinn 3. desember árið 1966 og var því rétt rúmlega fimmtug þegar hún lést. Hún var dóttir Jóhannesar Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og húsmóður. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Vinsældir Ólafar innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar. Þar naut hún afgerandi trausts og fékk ætíð yfirburðakosningu þegar hún bauð sig fram til embætta innan flokksins sem og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2010 og gengdi því embætti til ársins 2013. Ólöf bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gengdi því til dauðadags.Vísir/AntonÓlöf var fyrst kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi árið 2007. Þá bjó hún ásamt Tómasi Má Sigurðssyni eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir austan en þau eiga saman fjögur börn á aldrinum tólf til tuttugu og fimm ára. Í þingkosningunum árið 2009 var hún kosin á þing fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í lok kjörtímabils árið 2013 ákvað Ólöf að taka sér hlé frá stjórnmálum og var því ekki í framboði í kosningunum árið 2013.Kölluð í ráðherrastól Það er hins vegar til marks um það traust sem Ólöf naut innan flokksins að þegar harðnaði á dalnum og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í desember 2014, kallaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins Ólöfu til leiks til að taka við embætti innanríkisráðherra. Fjórum mánuðum áður hafði Ólöf sjálf greint frá því opinberlega að hún hefði greinst með krabbamein og gengist undir aðgerð og eftirmeðferð. Hún barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hikaði ekki við að koma fram með lítið hár eftir lyfjameðferð og að henni lokinni náði hún sér á strik. En í janúar árið 2016 greindi hún frá því að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og hóf lyfjameðferð á ný.Var ánægð með störf ríkisstjórnarinnarÓlöf bauð sig síðast fram til Alþingis í kosningunum hinn 29. október síðast liðinn. En nokkrum vikum fyrir kosningar veiktist hún alvarlega vegna sýkingar en var útskrifuð nokkrum vikum síðar. Við stjórnarskiptin á Bessastöðum hinn 11. janúar sat Ólöf Nordal sinn síðasta ríkisráðsfund og sagði eftir þann fund. „Ég er bara mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingju. Þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt. Merkilegur tími.“Þú hefðir ekki viljað halda áfram að vera ráðherra?„Ég vil nú fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður ætlar að vera ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðina rétta.“Þannig að þú ert í fyrsta sæti núna sjálf?„Já, já ég er það. Ég held að allir skilji það,“ sagði Ólöf heitin Nordal. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í dag og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45
Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45