Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2017 18:45 Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015. Vísir/Valgarður Ólöf Nordal var einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur um mikilsverð mál. Orð eru fátækleg þegar lýsa á söknuði þeim og harmi sem hvolfdist yfir við tíðindin um andlát hennar,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem minnist Ólafar Nordal alþingismanns og fyrrverandi innanríkisráðherra. Ólöf lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Birgitta er ein af fjölmörgum samstarfsmönnum- og konum sem minnast Ólafar með hlýhug á samfélagsmiðlum.Þingmenn og ráðherrar brugðu á leik fyrir jólin 2015.Vísir/Anton„Sennilega einn besti innanríkisráðherra sem Ísland hefur átt“ „Við Ólöf vorum jafnaldrar og vinir frá því við byrjuðum saman í lagadeildinni, fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var ekki eins hyskin við námið og ég og dró mig oft að landi í aðdraganda prófa,“ skrifar Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. „Hún var ávallt heil og einlæg, ærleg, úrræðagóð og hlý,“ skrifar Árni Páll sem vottar fjölskyldu Ólafar samúð sína. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, kynntist Ólöfu ung þegar Ásta og systir hennar voru leikfélagar sonar Ólafar í æsku. Segir Ásta að mikill missir sé af Ólöfu sem hafi sennilega verið einn besti innanríkisráðherra í sögu Íslands. „Hún naut virðingar langt framyfir allar flokkslínur - sanngjörn, skörp og til í að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Það var mikill heiður að fá að vinna með henni,“ skrifar Ásta.Ólöf Nordal flutti jólahugvekju í Hafnarfjarðarkirkju fyrir jólin 2015.Vísir/AntonSkapaði Helga Hrafni vanda á Alþingi með góðum svörum Flokksfélagi Ástu og þingmaðurinn fyrrverandi Helgi Hrafn Gunnarsson, skrifar um reynslu sína af samskiptum við Ólöfu á þingi og segir hana hafa yfirleitt skapað sér ákveðinn vanda á þingi, vanda sem var eins „málefnalegur og heiðvirður og hægt er að skapa öðrum stjórnmálamanni.“ „Ólöf Nordal skapaði mér ákveðinn vanda á Alþingi. Dæmigerð samskipti stjórnarandstöðuþingmanns og ráðherra eru þannig að það eru tvær umferðir; þingmaður spyr - ráðherra svarar - þingmaður spyr aftur - ráðherra svarar aftur. Fleiri form eru til, en þetta er mjög algengt form. Ólöf Nordal hafði sérstakt lag að gera mér seinni umferðina erfiða, vegna þess að það gerðist yfirleitt, reyndar langoftast, að eitt svar frá henni dugði til að bæði svara því sem spurt var að og lýsa viðhorfi sem lítil eða engin þörf var við að bæta. Oft langaði mig bara að segja "Flott mál, takk fyrir það!" og stíga niður úr pontunni. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég þurfti einhvern veginn klaufalega að nýta þessar tvær mínútur í að tala um að ráðherrann væri einfaldlega með á hreinu hvað svosem við vorum að tala um hverju sinni. Það voru auðvitað einstaka undantekningar á þessu, en vandinn sem hún skapaði manni var eins málefnalegur og heiðvirður og hægt er að skapa öðrum stjórnmálamanni,“ skrifar Helgi. „Hún tók einlæglega mark á fólki. Hún hlustaði, íhugaði af einlægni það sem var sagt og svaraði af raunverulegri virðingu; ekki þessari virðingu sem okkur er öllum skylt að sýna, heldur langt umfram nokkrar kröfur þings eða þjóðar. Þetta var virðing fyrir því sem við vorum að gera þarna. Þegar ég hugsa til þingstarfanna með henni þá finnst mér ekki eins og þetta hafi verið andsvör eða óundirbúnar fyrirspurnir. Mér finnst það næstum því ekki einu sinni hafa verið stjórnmál. Þetta var samtal um hvernig við gætum bætt heiminn. Verndað réttindi borgaranna. Þótt ég geti ekki sagst hafa þekkt Ólöfu Nordal vel, persónulega, þá finnst mér á einhvern hátt ég hafa misst vin,“ skrifar Helgi.Ólöf Nordal var innanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Vísir/GVA„Hlý, glæsileg, snjöll og stórskemmtileg“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, minnist þess einnig hversu vel Ólöfu tókst að leiða saman ólík sjónarmið. Hún segir að fráfall Ólafar sé harmafregn. „Hún var lagin og víðsýn og kunni þá list að leiða saman ólík sjónarmið í farsælan farveg. Fyrir það er þakkað á þessari sorgarstundu. Ég votta fjölskyldunni, vinum og samstarfsfólki mínu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ skrifar Svandís. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra, minnist Ólafar með hlýhug. „Ég á erfitt með að trúa þessu. Var ein af þeim heppnu sem fékk að kynnast henni og eiga við hana gott samband. Hlý, glæsileg, snjöll og stórskemmtileg með afar sterka nærveru. Hennar verður sárt saknað,“ skrifar Katrín.Ólöf var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins árið 2015.Vísir/Valli„Ólöf var einstök kona“ Nafna hennar Jakobsdóttir, formaður VG, vottar einnig fjölskyldu og vinum Ólafar samíð sína. Hún segir að það hafi hafi verið gaman að þekkja Ólöfu. „Við vorum báðar kosnar á þing vorið 2007 og ég átti við hana gott og málefnalegt samstarf á vettvangi þingsins. Ólöf var oft meinfyndin og skörp, það var gaman að þekkja hana. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ skrifar Katrín. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar og heilbrigðisráðherra, segir á Facebook-síðu sinni að Ólafar sé sárt saknað. „Ólöf var einstök kona. Hún var öflugur stjórnmálamaður, réttsýn og skemmtileg. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast og starfa með henni. Heimurinn er fátækari við fráfall Ólafar. Hennar er sárt saknað,“ skrifar Óttarr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar vottar aðstandendum Ólafar dýpstu samúð fyrir hönd flokksins. „Ólöf var heiðarleg baráttukona, ósérhlífin, ráðagóð og hlý í samskiptum,“ skrifar Logi. Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ólöf Nordal var einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur um mikilsverð mál. Orð eru fátækleg þegar lýsa á söknuði þeim og harmi sem hvolfdist yfir við tíðindin um andlát hennar,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem minnist Ólafar Nordal alþingismanns og fyrrverandi innanríkisráðherra. Ólöf lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Birgitta er ein af fjölmörgum samstarfsmönnum- og konum sem minnast Ólafar með hlýhug á samfélagsmiðlum.Þingmenn og ráðherrar brugðu á leik fyrir jólin 2015.Vísir/Anton„Sennilega einn besti innanríkisráðherra sem Ísland hefur átt“ „Við Ólöf vorum jafnaldrar og vinir frá því við byrjuðum saman í lagadeildinni, fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var ekki eins hyskin við námið og ég og dró mig oft að landi í aðdraganda prófa,“ skrifar Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. „Hún var ávallt heil og einlæg, ærleg, úrræðagóð og hlý,“ skrifar Árni Páll sem vottar fjölskyldu Ólafar samúð sína. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, kynntist Ólöfu ung þegar Ásta og systir hennar voru leikfélagar sonar Ólafar í æsku. Segir Ásta að mikill missir sé af Ólöfu sem hafi sennilega verið einn besti innanríkisráðherra í sögu Íslands. „Hún naut virðingar langt framyfir allar flokkslínur - sanngjörn, skörp og til í að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Það var mikill heiður að fá að vinna með henni,“ skrifar Ásta.Ólöf Nordal flutti jólahugvekju í Hafnarfjarðarkirkju fyrir jólin 2015.Vísir/AntonSkapaði Helga Hrafni vanda á Alþingi með góðum svörum Flokksfélagi Ástu og þingmaðurinn fyrrverandi Helgi Hrafn Gunnarsson, skrifar um reynslu sína af samskiptum við Ólöfu á þingi og segir hana hafa yfirleitt skapað sér ákveðinn vanda á þingi, vanda sem var eins „málefnalegur og heiðvirður og hægt er að skapa öðrum stjórnmálamanni.“ „Ólöf Nordal skapaði mér ákveðinn vanda á Alþingi. Dæmigerð samskipti stjórnarandstöðuþingmanns og ráðherra eru þannig að það eru tvær umferðir; þingmaður spyr - ráðherra svarar - þingmaður spyr aftur - ráðherra svarar aftur. Fleiri form eru til, en þetta er mjög algengt form. Ólöf Nordal hafði sérstakt lag að gera mér seinni umferðina erfiða, vegna þess að það gerðist yfirleitt, reyndar langoftast, að eitt svar frá henni dugði til að bæði svara því sem spurt var að og lýsa viðhorfi sem lítil eða engin þörf var við að bæta. Oft langaði mig bara að segja "Flott mál, takk fyrir það!" og stíga niður úr pontunni. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég þurfti einhvern veginn klaufalega að nýta þessar tvær mínútur í að tala um að ráðherrann væri einfaldlega með á hreinu hvað svosem við vorum að tala um hverju sinni. Það voru auðvitað einstaka undantekningar á þessu, en vandinn sem hún skapaði manni var eins málefnalegur og heiðvirður og hægt er að skapa öðrum stjórnmálamanni,“ skrifar Helgi. „Hún tók einlæglega mark á fólki. Hún hlustaði, íhugaði af einlægni það sem var sagt og svaraði af raunverulegri virðingu; ekki þessari virðingu sem okkur er öllum skylt að sýna, heldur langt umfram nokkrar kröfur þings eða þjóðar. Þetta var virðing fyrir því sem við vorum að gera þarna. Þegar ég hugsa til þingstarfanna með henni þá finnst mér ekki eins og þetta hafi verið andsvör eða óundirbúnar fyrirspurnir. Mér finnst það næstum því ekki einu sinni hafa verið stjórnmál. Þetta var samtal um hvernig við gætum bætt heiminn. Verndað réttindi borgaranna. Þótt ég geti ekki sagst hafa þekkt Ólöfu Nordal vel, persónulega, þá finnst mér á einhvern hátt ég hafa misst vin,“ skrifar Helgi.Ólöf Nordal var innanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Vísir/GVA„Hlý, glæsileg, snjöll og stórskemmtileg“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, minnist þess einnig hversu vel Ólöfu tókst að leiða saman ólík sjónarmið. Hún segir að fráfall Ólafar sé harmafregn. „Hún var lagin og víðsýn og kunni þá list að leiða saman ólík sjónarmið í farsælan farveg. Fyrir það er þakkað á þessari sorgarstundu. Ég votta fjölskyldunni, vinum og samstarfsfólki mínu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ skrifar Svandís. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra, minnist Ólafar með hlýhug. „Ég á erfitt með að trúa þessu. Var ein af þeim heppnu sem fékk að kynnast henni og eiga við hana gott samband. Hlý, glæsileg, snjöll og stórskemmtileg með afar sterka nærveru. Hennar verður sárt saknað,“ skrifar Katrín.Ólöf var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins árið 2015.Vísir/Valli„Ólöf var einstök kona“ Nafna hennar Jakobsdóttir, formaður VG, vottar einnig fjölskyldu og vinum Ólafar samíð sína. Hún segir að það hafi hafi verið gaman að þekkja Ólöfu. „Við vorum báðar kosnar á þing vorið 2007 og ég átti við hana gott og málefnalegt samstarf á vettvangi þingsins. Ólöf var oft meinfyndin og skörp, það var gaman að þekkja hana. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ skrifar Katrín. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar og heilbrigðisráðherra, segir á Facebook-síðu sinni að Ólafar sé sárt saknað. „Ólöf var einstök kona. Hún var öflugur stjórnmálamaður, réttsýn og skemmtileg. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast og starfa með henni. Heimurinn er fátækari við fráfall Ólafar. Hennar er sárt saknað,“ skrifar Óttarr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar vottar aðstandendum Ólafar dýpstu samúð fyrir hönd flokksins. „Ólöf var heiðarleg baráttukona, ósérhlífin, ráðagóð og hlý í samskiptum,“ skrifar Logi.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45