Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 12:56 Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson. Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson.
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira